Skaftfellingafélagið
Aðventustund 10. desember
- Nánari upplýsingar
Aðventustund verður sunnudaginn 10. desember 2023, kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
Aðgangseyrir kr. 2000 fyrir fullorðna.
Svo er stefnt að þorrablóti 27. janúar
Myndakvöld 17. nóv
- Nánari upplýsingar
Myndakvöld verður föstudagskvöldið 17. nóv. kl. 20:00 í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Sýndar verða lifandi myndir.
Fyrst eru það sjónvarpsþáttur sem Magnús Bjarnfreðsson gerði um Öræfin 1966 (eða 1967). Ferðast er um Öræfin og menn teknir tali og endað á Núpstað og rætt við Hannes. Sýndar ferðir á rútum og vatnadreka yfir vötnin á Skeiðarársandi og ýmislegt fleira.
Síðan verður mynd sem Þórir Kjartansson í Vík hefur gert um Kötlu frá landnámi til 1918, hún er núna sýnd töluvert endurbætt frá fyrri sýningu. Síðan er mynd úr Grafarétt frá 1966 (eða 1967) sem Ísleifur Guðmannsson tók. Og í lokin er mynd frá balli í Leikskálum þar sem Tónabræður spila.
Frítt inn og kaffi í hléinu.
Aðalfundur - 9. maí 2023
- Nánari upplýsingar
Aðalfundur Skaftfellingafélagsins haldinn
þriðjudagskvöldið 9. maí 2023, kl. 20:00, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá (áætluð)
1) Fundur settur
2) Kosning starfsmanna fundarins
3) Skýrsla stjórnar
4) Reikningar félagsins
5) Skýrsla og reikningar Kvikmyndasjóðs
6) Skýrsla Söngfélags Skaftfellinga
7) Lagabreytingar
8) Húsnæðismál og framtíð félagsins
9) Stjórnarkjör
10) Önnur mál
Vortónleikar- og kaffi - 29. apríl
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingamessa 26. mars í Breiðholtskirkju kl. 14:00.
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingamessa verður 26. mars í Breiðholtskirkju kl. 14:00.
Sr. Bryndís Malla Elísdóttir er prestur í kirkjunni og henni til aðstoðar verða fyrrverandi prestar fyrir austan Sr. Ingólfur Hartvigsson og Sr. Haraldur Kristjánsson.
Sönfélagið mun sjá um söng ásamt félögum að austan.
Eftir messuna mun Söngfélagið verða með kaffi og tónleika í safnaðarheimilinu en dagin áður, 25. mars verður sönfélagið 50 ára !
OG svo muna eftir Skaftfellingaballinu 31 mars.
Myndakvöld 9. mars
- Nánari upplýsingar
Fimmtudagskvöldið 9. mars munu Páll Imsland jarðfræðingur og Lilja Magnúsdóttir íslenskufræðingur og kennari sína myndir í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.
Myndsýning Páls kallast; Náttúran, stór og smá - litir, ljós og líf.
Myndasýning Lilju kallast; Sögur og myndir úr Eldsveitunum.
Lilja segir frá efni af vefnum Eldsveitir.is og sýnir myndir úr safninu Myndspor. Sögur af lífinu á Klaustri, göldróttum presti á Hörgslandi, sjóblautum draugum í Meðallandi, björgun strandmanna, grasakonu á Kálfafellskoti, listamönnum og náttúruhamförum. Einnig sagt frá og sýndar ljósmyndir úr ferð um Fjallabakleið fyrir 90 árum þar sem Munda frænka er ein kvennanna.
Skaftfellingamessa verður 26. mars.
Svo verður dansleikur með Grétari Örvars 31. mars. Munið eftir að taka kvöldið frá.
- Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
- Skaftfellingafélagið óskar öllum gleðilegra jóla
- Aðventustund sunnudaginn 4. desember kl. 14:00
- Myndasýning 10. nóv. kl. 20:00 - Í ríki Vatnajökuls
- Vorkaffi og vortónleikar 30. apríl
- Aðventustund aflýst
- Skaftfellingafélagið – Myndakvöld 4. nóv
- Skaftfellingafélagið – Staðan
- Aflýsing samkoma
- Skaftfellingafélagið 80 ára