Skaftfellingafélagið
  • Forsíða
    • Dagatal
  • Fréttir
  • Söngfélagið
  • Skálm
  • Myndasafn
    • Myndir 2009
    • Myndir 2010
    • Myndir 2011
    • Myndir 2012
    • Myndir 2013
    • Myndir 2014
    • Myndir 2015
  • Fréttabréf

Myndaalbúm

  • Myndir 2009
  • Myndir 2010
  • Myndir 2011
  • Myndir 2012
  • Myndir 2013
  • Myndir 2014
  • Myndir 2015

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Nánari upplýsingar
Birt 15. janúar 2023
Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2023. 
 
Horft verður sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkina.
 
Umsóknum skal fylgja:
• Greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess.
• Tímaáætlun, sem gerir grein fyrir framvindu verkefnisins.
• Upplýsingar um helstu samstarfsaðila.
• Fjárhagsáætlun verkefnisins, fjárhæð sem sótt erum og upplýsingar um framlag samstarfsaðila.
• Áform um kynningu á niðurstöðum verkefnisins.
 
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk. og skal umsóknum skilað á rafrænu formi til ritara sjóðsstjórnar, Þórunnar Elfu Sæmundsdóttur hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, merktar Kvískerjasjóður, á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Áætlað er að tilkynna um styrkveitingar fyrir lok mars og verður öllum umsóknum svarað. 
 
Nánari upplýsingar veitir Hafdís Roysdóttir formaður sjóðsstjórnar í síma: 845 4559 eða á netfangi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
 
Kvískerjasjóður var stofnaður af umhverfisráðuneytinu, til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum, fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu.  Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu með veitingu rannsóknarstyrkja til einstaklinga, félagasamtaka og stofnana.
 
Nánari upplýsingar um Kvískerjasjóð og störf hans er að finna á www.kviskerjasjodur.is 

 

Skaftfellingafélagið óskar öllum gleðilegra jóla

Nánari upplýsingar
Birt 24. desember 2022

Skaftfellingafélagið óskar öllum gleðilegra jóla.

Síðan hittumst við hress á nýju ári við kórsöng, myndakvöld, messu, vorball og ýmislegs fleira.

jól tree 2022

Aðventustund sunnudaginn 4. desember kl. 14:00

Nánari upplýsingar
Birt 25. nóvember 2022

Aðventustund sunnudaginn 4. desember 2019, kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

jóltree2022

Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e. fyrir hlé.
Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
Og frítt inn.

Myndasýning 10. nóv. kl. 20:00 - Í ríki Vatnajökuls

Nánari upplýsingar
Birt 31. október 2022

Fimmtudaginn 10. nóv. Kl. 20:00 verður myndasýning á vegum Skaftfellingafélagsins, í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Þetta er fyrsta samkoma vetrarins og hún er einnig eftir töluvert langt Covid hlé og því mun aðgangur verða ókeypis og kaffiveitingar í hléi.
Haukur Snorrason ljósmyndari og flugmaður mun sýna myndir, aðalega úr flugi, hann mun dekka stóra hluta suðurlandsins frá Heklu til Hornafjarðar, myndir frá Fjallabaksveg syðri, Landmannalaugum, Langasjó og víðar, einnig munu nokkrar myndir frá föður Hauks, Snorra Snorrasyni fljóta með.
Einnig mun Kári Kristjánsson landvörður verða með myndir, hans myndir eru aðalega frá svæðinu norðan Vatnajökuls, Kverkfjöll, Herðubreiðarlindir, Hvannalindir og annað sem er í ríki hans.

Kambar Skaftá2

Vorkaffi og vortónleikar 30. apríl

Nánari upplýsingar
Birt 10. mars 2022

Vorkaffi2022

Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga

laugardaginn 30. apríl 2022, kl. 14:00 í Grensáskirkju.

Kórstjóri
Friðrik Vignir Stefánsson

Hljóðfæraleikur
Jóhann Hjörleifsson, slagverk
Jón Rafnsson, kontrabassi
Vignir Þór Stefánsson, píanó

Í tilefni af 80 ára afmæli Skaftfellingafélagsins í Reykjavík í mars 2020 býður félagið tónleikagestum á tónleikana og til langþráðs kaffisamsætis að tónleikum loknum í safnaðarheimili kirkjunnar.
Aðgangur er því án endurgjalds.

Aðalfundur félagsins verður 10. maí.

Aðventustund aflýst

Nánari upplýsingar
Birt 08. nóvember 2021

Ekkert verður af aðventustundinni þetta árið.

jolatree1

  1. Skaftfellingafélagið – Myndakvöld 4. nóv
  2. Skaftfellingafélagið – Staðan
  3. Aflýsing samkoma
  4. Skaftfellingafélagið 80 ára
  5. Skaftfellingamessa og afmæliskaffi – Frestun
  6. Sagna- og myndakvöld 5. mars
  7. Aðventustund sunnudaginn 8. desember kl. 14:00
  8. Myndasýning RAX og Oddsteins
  9. Myndasýning Ragnar Axelsson og Oddsteinn Björnsson - 7. nóv.
  10. Skálm - 2. nóvember

Heimilisfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar