Skip to main content

Fjölmenn fýlaveisla og góð stemning

Fýlaveisla Skaftfellingafélagsins í Reykjavík hefur verið með föstu sniði undanfarna tvo áratugi og er haldin fyrsta vetrardag ár hvert í Skaftfellinga¬búð. Að þessu sinni skráðu sig 130 manns til veislunnar og áttu saman ánægjulega kvöldstund með sveitungum af öllum kynslóðum. 
Skúli Oddsson formaður félagsins setti samkomuna og stýrði borðhaldi.
Að venju var borinn fram saltaður fýll úr Mýrdalnum, veiddur af Tryggva Ástþórssyni. Rófurnar góðu komu að venju frá Þórisholti, en Inga Jóna Sigfúsdóttir matreiddi herlegheitin sem fyrr með aðstoð Rósu Haraldsdóttur. Fýllinn þótti bæði bragðgóður, feitur og pattaralegur og miklu betri en í fyrra. Nóg var af fýl fyrir alla, en auk hans var boðið upp á hangikjöt og meðlæti fyrir þá sem af einhverjum ástæðum borða ekki fýl. 
Sögumaður kvöldsins var Þorsteinn Jakobsson frá Skaftafelli sem sagði ýmsar sögur frá uppvaxtarárunum fyrir austan, m.a. svaðilförum yfir Skeiðará og aðrar ár þar eystra áður en brýrnar komu. Fróðlegar og skemmtilegar frásagnir. 
Hljómsveit skipuð Hilmari Sverrissyni og Vilhjálmi Guðjónssyni sá um dansmúsíkina og hélt uppi fjörinu fyrir gesti nokkuð fram yfir miðnætti. 
Það voru ánægðir gestir sem fóru heim af fýlaveislunni þetta árið, mettir og kátir, staðráðnir að mæta á sama tíma að ári í Skaftfellingabúð. 

Nýtt fréttabréf

Nýtt fréttabréf er komið inn á heimsíðuna.

Fýlaveisla - Fyrsta vetrardag

Hin árlega og ómissandi fýlaveisla verður í Skaftfellingabúð fyrsta vetrardag,
laugardaginn 26. október 2013 og hefst með borðhaldi kl. 20. 
Húsið verður opnað upp úr kl. 19.

Að venju verður borinn fram saltaður fýll úr Mýrdalnum, veiddur af Tryggva Ástþórssyni og verkaður undir vökulum augum Málfríðar Eggertsdóttur.
Inga Jóna Sigfúsdóttir matreiðir herlegheitin
sem fyrr með aðstoð Rósu Haraldsdóttur.
 
Sögumaður Þorsteinn Jakobsson frá Skaftafelli.
Hljómsveit skipuð Hilmari Sverrissyni og Vilhjálmi Guðjónssyni sér um dansmúsíkina.

Miðapantanir til og með 23. október 
Hákon (821 2115) og Helgi (899 4818)
Aðgangur kr. 6.000
 
Svo minnum við á að Söngfélagið syngur í Hörpu næstu helgi 19-20 október, upplýsingar á midi.is
fyll1a.jpg
 

Félagsvist í Skaftfellingabúð

Spilakvöld verða í vetur en þessi kvöld heldur Skaftfellignafélagið með Rangæingum.  Fyrsta kvöldið verður 10. október kl. 20:00 í Skaftfellingabúð Laugavegi 178.

Spiluð verður framsóknarvist og verðlaun í boði. 

Spilakvöldin verða fjögur fyrir áramót, næstu eru:
31. október
14. nóvember 
28. nóvember
 
 
playingcards05.gif

Söngfélag Skaftfellinga

Söngfélag Skaftfellinga mun hefja söngstarfið þriðjudagskvöldið 17. september kl. 20:00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, 4. hæð. 

Æfingar verða á þriðjudagskvöldum í vetur. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.
Nýir félagar eru velkomnir í allar raddir. Opið hús er á þriðjudagskvöldum og er söngfólk hvatt til að koma í heimsókn, fá sér kaffisopa og kynna sér starfsemi Söngfélagsins. Nýir félagar greiða ekki félagsgjald fyrsta misserið.

Söngfélag Skaftfellinga er blandaður fjórradda kór og eru söngfélagar ættaðir víðsvegar að af landinu, þótt flestir eigi ættir að rekja úr Skaftafellssýslum. Fjöldi söngfélaga er u.þ.b. 40. Nú er tækifæri fyrir áhugasama að stemma rödd við lag í góðum félagsskap á komandi vetri. Upplýsingar gefur Stjórn Söngfélags Skaftfellinga:

Guðmundur Bertelsson s: 551 8204/ 865 9185
Kolbrún Einarsdóttir s: 551 7564 / 824 5521
Kristjana Rósmundsdóttir s: 553 9807 / 864 0684
Sveinn Hjörtur Hjartarson s: 554 6177 / 824 2309
Unnur S. Alfreðsdóttir s: 553 1529 / 848 1533

150 ára afmæli Lagnholtskirkju

16. júní verður haldið upp á 150 ára afmæli Langholtskirkju í Meðallandi með hátíðarmessu sem hefst klukkan 13:00.  Á eftir messu verður boðið upp á kirkjukaffi að  í Efri Vík.

Takið daginn frá.

 Sóknarnefnd Langholtssóknar.

kort_langholtskirkja.jpglangholtskirkja1.jpgkort_langholtskirkja3.jpg