Skip to main content

Næstu viðburðir

Fimmtudaginn 27. febrúar 2014 er lokakvöld í fjögra kvölda keppni í félagsvist sem Skaftfellingafélagið heldur með Rangæingafélaginu.
Síðan keppir Skaftfellingafélagið þann 6. mars við Barðstrendingafélagið og Húnvetningafélagið í Breiðfirðingabúð Faxafeni1 14 kl 20:00 í spurnignarkeppni átthagafélagana.

Myndir Lárusar - Myndasýning 20. feb.

Fimmtudagskvöldið 20. febrúar 2014, sýnir Njörður Lárusson gamlar myndir úr safni föður síns Lárusar Siggeirssonar, bónda á Kirkjubæ, meðal annars frá gullleitarævintýrinu á Skeiðarársandi ásamt myndum úr daglegu brasi stórhuga Klaustursmanna áður fyrr.

 Aðgangur ókeypis, en kaffiveitingar seldar í hléi. 

larus-01.jpglarus-02.jpglarus-03.jpg

 

Vinir Skúla á Safnanótt

Nokkrir fjallhressir karlar úr Söngfélagi Skaftfellinga, sem kalla sig Vini Skúla syngja saman lög í léttum dúr á Safnanótt í Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15 kl. 19:30 í kvöld 7. febrúar.
Undirleikari er Friðriks Vignir Stefánsson.
skulavinir.jpg
 

Spurningakeppni Átthagafélaganna 2014

Spurningakeppni Átthagafélaganna 2014

Nú fer allt að bresta á! Keppnin fer fram í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, meira miðsvæðis í Reykjavík getur það varla verið!
Við hvetjum ykkur til að mæta og hvetja ykkar fólk sérstaklega en allir eru velkomnir öll kvöldin. 
Keppnin hefst kl 20:00 öll kvöldin, húsið opnar kl 19:30.
Aðgangseyrir verður 750 krónur.
 
6. febrúar
Félag Djúpmanna
Átthagafélag Strandamanna
Arnfirðingafélagið
13. febrúar
Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra
Súgfirðingafélagið
Átthagafélag Héraðsmanna
27. febrúar
Norðfirðingafélagið
Vopnfirðingafélagið
Vestfirðingafélagið
6. mars 
Barðstrendingafélagið
Húnvetningafélagið
Skaftfellingafélagið
13. mars
Árnesingafélagið
Siglfirðingafélagið
Dýrfirðingafélagið
 
27. mars - 8 liða úrslit, Breiðfirðingafélagið kemst beint hingað sem sigurliðið frá í fyrra. Sigurvegarar riðlanna ásamt 2 stigahæstu tapliðunum verða hér einnig.
4. apríl  - Undanúrslit, úrslit og sveitaball í borg !
spurn-2014a.jpg
 

Íslandsmótið í Hornafjarðarmanna

Íslandsmótið í Hornafjarðarmanna verður föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00 í Skaftfellingabúð Laugarvegi 178.
humar-manni.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
   
 
 
 
Útbreiðslustjórinn Albert Eymundsson stjórnar.

Þrítugasta og sjötta þorrablót Hornfirðinga
verður haldið 8. feb 2013
í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi
      Velkomin á heimasíðu Þorrablótsnefndar 2013

Nýtt fréttabréf

Nýtt fréttabréf er komið inn.

Og minnum á þorrablótið.