Aðventustund sunnudaginn 8. desember kl. 14:00
- Nánari upplýsingar
Aðventustund sunnudaginn 8. desember 2019, kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
Aðgangseyrir kr. 1500 fyrir fullorðna
Myndasýning RAX og Oddsteins
- Nánari upplýsingar
Um 80 manns mætti á stórskemmtilega myndasýningu Ragnar Axelssonar (RAX) og Oddsteins Björnssonar. Víða var farið, um báðar sýslur, Grænland, Thule, Síberíu svo eitthvað sé nefnt.
Myndasýning Ragnar Axelsson og Oddsteinn Björnsson - 7. nóv.
- Nánari upplýsingar
Fimmtudagskvöldið 7. nóvember kl. 20:00 verður myndasýning á vegum Skaftfellingafélagsins í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 17.
Þá mun Ragnar Axelsson (RAX) einn þekktasti ljósmyndari landsins sýna myndir úr Skaftafellssýslum, aðalega úr Öræfum en hann var mörg ár í sveit á Kvískerjum og hefur oft komið þangað síðan.
Oddsteinn Örn Björnsson frá Klaustri mun einnig sýna myndir úr báðum sýslum.
1000 króna aðgangseyri
Söngfélag Skaftfellinga
- Nánari upplýsingar
Fyrsta söngæfing Söngfélags Skaftfellinga á nýju söngári var þriðjudaginn 10. september 2019 í Breiðfirðingabúð.
Söngunnendur eru eindregið hvattir til að slást í hópinn okkar sem er fjögurra radda blandaður kór.
Æft er öll þriðjudagskvöld frá kl. 20-22 í Breiðfirðingabúð.
Nánari upplýsingar eru veittar með fyrirspurn á netfangið:
Stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson.
Söngfélag Skaftfellinga
- Nánari upplýsingar
Fyrsta söngæfing Söngfélags Skaftfellinga á nýju söngári var þriðjudaginn 10. september 2019 í Breiðfirðingabúð.
Söngunnendur eru eindregið hvattir til að slást í hópinn okkar sem er fjögurra radda blandaður kór.
Æft er öll þriðjudagskvöld frá kl. 20-22 í Breiðfirðingabúð.
Nánari upplýsingar eru veittar með fyrirspurn á netfangið:
Stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson.
Jónsmessuganga í Heiðmörk - 24. júní
- Nánari upplýsingar
Mánudagskvöldið 24. júní býður Skaftfellingafélagið áhugasömum að ganga um reit félagsins, Skaftafell, í Heiðmörk. Miðað verður við að hittast eftir kvöldmat c.a. 19:30.
Beygt er austan við Rauðavatn þar sem merktur er afleggjari 408 Heiðmörk og keyrður sá vegur fram hjá afleggjara að Elliðavatnsbænum og austur að skilti sem stendur á Hraunslóð og þaðan er 1,6 km að reitnum.
- Aðalfundur - 14. maí
- Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
- Myndakvöld - 28 mars
- Íslandsmeistaramót í Hornafjarðarmanna
- Íslandsmeistaramót í Hornafjarðarmanna - 15. mars
- Hornafjarðarmanni - 15. mars
- Skaftfellingamessa 10. mars
- GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR
- Vel mætt á aðventustund 2018
- Hornafjarðarmanni - Íslandsmeistaramót - 18. apríl 2018