Vortónleikar og kaffi
- Nánari upplýsingar

Nærri 40 félagar hafa stundað æfingar í vetur undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. Kórinn fór í velheppnaða söngferð til Ísafjarðar um liðna helgi, þar sem dvalið var að Núpi í Dýrafirði og sungið í Ísafjarðarkirkju við góðar undirtektir.
Að loknum tónleikum býður Skaftfellingafélagið og Söngfélagið til kaffisamsætis í Skaftfellingabúð - eða upp úr kl. 15:30. Þar verður auk þess slegið upp söng af einhverju tagi.
Aðgangseyrir á tónleika er kr. 2.000 - frítt fyrir 17 ára og yngri.
Allir velkomnir.
Aðalfundur
- Nánari upplýsingar
Aðalfundur Skaftfellingafélagsins verður haldinn
fimmtudagskvöldið 7. maí 2015, kl. 20, í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Skaftfellingafélagið 75 ára
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingafélagið er 75 ára 21. mars en það var stofnað 21. mars 1940.
Spurningakeppni
- Nánari upplýsingar
Þau óvæntu úrslit urðu að Skaftfellingar féllu út úr spurningakeppninni.
Skaftfellingamessa
- Nánari upplýsingar
Sunnudaginn 15. mars 2015 kl. 14, verður árviss Skaftfellingamessa haldin í Breiðholtskirkju. Prestar Breiðholtskirkju, þau sr. Gísli Jónasson og sr. Bryndís Malla Elídóttir, þjóna fyrir altari en auk þess er nú prestum og kórfólki úr Austur-Skaftafellssýslu boðið til messunnar. Kórarnir leiða saman messusöng undir stjórn organista og kórstjóra.
Söngfélag Skaftfellinga selur kaffi að messu lokinni í safnaðarheimili kirkjunnar.
Spurningakeppni átthagafélaganna
- Nánari upplýsingar

Þeir sem keppa það kvöldið eru:
Siglfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna
Skaftfellingafélagið - Breiðfirðingafélagið - Barðstrendingafélagið
Ísfirðingafélagið - Vopnfirðingafélagið - Félag Djúpmanna
Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra - Bolvíkingafélagið - Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík.
Lið Skaftfellinga verður áfram skipað þeim sem unnu í fyrra
Liðið skipa þau Jóna Benný Kristjánsdóttir, ættuð úr Nesjum og Suðursveit, Salómon Jónsson frá Vík sem var um tíma búsettur á Höfn og Hornfirðingurinn Þórhallur Axelsson.