Vortónleikar og vorkaffi - 1. maí
- Nánari upplýsingar
Vortónleikar
Sunnudaginn 1. maí kl. 14 verða árlegir vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga í Seltjarnarneskirkju. Flutt verða innlend og erlend sönglög undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. Að tónleikum loknum er gestum boðið til vorkaffis Skaftfellinga í Skaftfellingabúð.
Vorkaffi
Sunnudaginn 1. maí kl. 16 verður árlegt vorkaffi Skaftfellingafélagsins í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, eða að loknum vortónleikum Söngfélagsins í Seltjarnarneskirkju. Kaffihlaðborð verður að venju í boði söngfélaganna og Skaftfellingafélagsins.
Svo er aðalfundur 19. maí
Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju
- Nánari upplýsingar
Sunnudaginn 13. mars 2016 kl. 14, verður árviss Skaftfellingamessa haldin í Breiðholtskirkju.
Prestarnir sr. Gísli Jónasson, prófastur og sr. Bryndís Malla Elídóttir, þjóna fyrir altari en auk þess er nú prestum og kórfólki úr Vestur-Skaftafellssýslu boðið til messunnar. Söngfélagið og kórarnir leiða saman messusöng undir stjórn organista og kórstjóra.
Söngfélag Skaftfellinga selur kaffi að messu lokinni í safnaðarheimili kirkjunnar.
Íslandsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna
- Nánari upplýsingar
Eins og fjölmörg undanfarin ár hefur Albert Eymundsson útbreiðslustjóri Hornafjarðarmanna gengist fyrir „Manna-mótum“ ýmiskonar. Nú er enn einu sinni komið að Íslandsmeistara¬mótinu sem haldið hefur verið til fjölda ára í tengslum við þorrablót Hornfirðinga á höfuðborgarsvæðinu, en mótið verður haldið í Skaftfellingabúð að Laugavegi 178, föstudagskvöldið 12. febrúar 2016, kl. 20.
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár
- Nánari upplýsingar
Og sjáumst svo hress á þorrablóti í janúar.
Bókakynning í Skaftfellingabúð miðvikudagskvöldið 16.desember
- Nánari upplýsingar
Miðvikudagskvöldið 16.des klukkan 20:00 verður bókakynning í Skaftfellingabúð. Þar verða kynntar þrjár skaftfellskar bækur: Ofríki, ágrip af sögu fjölskyldu 1860-1965 eftir Jón Hjartarson, Sigurgeir skar'ann, ævisaga Sigurgeirs Kjartanssonar og Brunasandur, Mótun lands og samfélags í yngstu sveit á Íslandi sem er sérrit Dynskóga.
Á kynningunni koma fram höfundar bókanna, bækurnar verða kynntar og lesnir stuttir kaflar úr þeim. Allar bækurnar verða til sölu á góðu verði.
Aðventustund sunnudaginn 6. desember 2015, kl. 15 í Skaftfellingabúð
- Nánari upplýsingar
Aðventustundin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Söngfélagið syngur jólalög, bornar verða fram glæsilegar kaffiveitingar, gengið í kringum jólatré með sveinum, sprelli og söng.
Aðgangseyrir kr. 1500 fyrir fullorðna.