Skip to main content

Aðalfundur Skaftfellingafélagsins - 23. maí

Aðalfundur Skaftfellingafélagsins verður haldinn
Þriðjudagskvöldið 23. maí 2015, kl. 20, í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá (áætluð)

1) Fundur settur
2) Kosning starfsmanna fundarins
3) Fundargerð síðasta aðalfundar
4) Skýrsla stjórnar
5) Reikningar félagsins
6) Skýrsla og reikningar Kvikmyndasjóðs
7) Skýrsla Söngfélags Skaftfellinga
8) Skýrsla gönguhópsins Skálmar
9) Lagabreytingar
10) Húsnæðismál og framtíð félagsins
11) Stjórnarkjör
12) Önnur mál

Vortónleikar og kaffi - 30. apríl 2017

Tónleikar

Skaftfellingamessa 12. mars 2017, kl. 14 í Breiðholtskirkju

Árleg Skaftfellingamessa verður haldin að venju í Breiðholtskirkju í Mjódd, sunnudaginn 12. mars 2017 og hefst kl. 14.
Séra Gísli Jónasson prófastur og séra Bryndís Malla Elídóttir fyrrum prestar í Vík og á Klaustri sem leiða helgihald.
Gunnar Stígur Reynisson sóknarprestur í Austur-Skaftafellssýslu mun að öllum líkindum verða með okkur og þjóna fyrir altari.
Söngfélag Skaftfellinga undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar leiðir messusöng.
Allir velkomnir.
Að lokinni messu verður kaffisala Söngfélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem söngfélagar flytja nokkur lög af dagskrá vetrarins. Verð kr. 1500 (reiðufé eða posi).

Myndakvöld 23. febrúar

Gísli Eiríksson sýnir eigin myndir og myndir föður síns; Jónasar Gíslasonar, brúarsmiðs hjá Vegagerðinni, sem smíðaði margar brýr í Öræfum og víðar.
Stærstumannvirkin eru brýrnar þrjár á Skeiðarársandi fyrir 1974, Jökulsárbrú á Breiðamerkursandi og Borgarfjarðarbrúin. Einnig smíðaði hann gömlu Fjallsárbrúna og nokkrar minni brýr í Öræfum, (yfir Hólá, Stigá, Gljúfursá, Kotá, og Svínafellsá, að minnsta kosti). Fjölskyldan var oft með Jónasi því konan hans, Þorgerður Þorleifsdóttir frá Fossgerði á Berufjarðarströnd, var lengi ráðskona í flokknum. Gísli er elstur barna þeirra og tók ungur til hendinni við brúarsmíðina. Hann var ötull myndasmiður og myndir þeirra feðga spanna merkilega t ímaí uppbyggingu samgöngumannvirkja .

 


Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur mun fjalla um bók fjallavistfræðingsins Dr. Jack D. Ives, Skaftafell í Öræfum - Íslands þúsund ár og minnast Hálfdáns á Kvískerjum.
Þar er fjallað um náttúru og mannlíf í Öræfum frá landnámsöld fram á okkar daga; aðdragandann að stofnun Skaftafellsþjóðgarðs; leiðangra ensku stúdentanna 1952-1954 og ævintýri þeirra. Árið 1953 týndust tveir leiðangursmanna á leið frá tjaldbúðunum á jöklinum á Hvannadalshnúk og er ekki vitað um afdrif þeirra né hvað gerðist. Sumarið 2006 fundust leifar af búnaði þeirra á Skaftafellsjökli. Í bókinni er áhrifamikil frásögn af þessum atburðum. Fjöldi mynda og korta eru í bókinni sem sýna þau býli sem þraukað hafa í meira en þúsund ár, ásamt mörgum þeirra bæja og kirkna sem jöklagangur og eldvirkni hafa þurrkað út. Einnig sýna kortin jökulsporða, farvegi jökuláa og helstunytjalönd.

Einnig mun Hjörleifur rifja upp kynni sín af Hálfdáni á Kvískerjum.

Og minnum á að á föstudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:00 er síðan Íslandsmeistaramót í Hornafjarmanna í Skaftfellingabúð. 

Hornafjarðarmanni 24. febrúar 2017

Íslandsmeistaramót í Hornafjarðarmanni verður haldið í Skaftfellingabúð 24. febrúar 2017 kl. 20:00

Manni

Spilakvöld - Fellt niður

Fyrsta spilaköldið í fjögra kvölda keppni sem Skaftfellignafélagið heldur með Rangæingum verður 19. janúar kl. 20:00 í Skaftfellingabúð Laugavegi 178.
Síðan veðrur spilað á tveggja vikna fresti. Hin kvöldin eru 2. febrúar, 16. febrúar og 2. mars.