Skip to main content

Söngfélagið á austurleið

Lagt var upp í vorferðina föstudaginn 18. apríl, en þá var ekið sem leið lá á Kirkju­bæjar­klaustur, þar sem sungið var á elli­heim­il­inu Klausturhólum, og síðan snædd súpa og brauð á hótelinu. Þaðan var haldið austur yfir sanda að Freysnesi í Öræfum, en þar áttum við bókaða gist­ingu í tvær nætur.
Þegar við höfðum komið okkur fyrir á hótelinu var blásið til æfingar til að slípa nokkra vankanta. Að því loknu gengu sumir til náða, en aðrir kíktu á barinn til að róa sig niður fyrir svefninn. Klukkan 10 á laugar­degin­um var svo lagt upp í sól og logni til Hafnar.
Ógleymanleg fjallasýn, þar sem fann­hvítir og hreinir jöklarnir hreyktu sér yfir tignar­leg fjöllin með sína víðfeðmu skrið­jökla.
 

Staldrað var við Jökulsárlón á Breiða­merkursandi sem var spegilslétt með fáum en fallegum ísjökum, og selum sem lágu uppi á ísröndinni í tuga - ef ekki hundraða tali. Komið var til Hafnar um hádegisbil, farið beint á hjúkrunarheimilið og sungið. Að því búnu vorum við boðin í ósvikna HUMAR-súpu hjá Buggu og fleiri félögum í Samkór Hornafjarðar.
Tónleikarnir í Hafnar­­kirkju kl. 15 voru vel sóttir og undirtektir góðar. Úr kirkjunni var gengið yfir á Hótel Höfn í kaffihlaðborð, þar sem heima­menn og kórfél­agar blönduðu geði dágóða stund.

Síðdegis var haldið sem leið lá aftur í Freysnes. Um kvöldið var smá upphitun, síðan hátíðarkvöldverður, frjáls söngur og hljóðfæraleikur fram yfir miðnætti. Samtals voru sex harmo­nikku­leikarar og tveir gítar­leik­arar sem gátu skipst á að halda uppi dampi.
Að morgni sunnudags fór nokkur hluti hópsins í klukkustundar gönguferð upp að Svína­fellsjökli.

Á hádegi var svo ekið beina leið til Víkur í Mýrdal þar sem sungið var á elliheim­ilinu Hjallatúni. Eftir pulsu og kók í Víkur­skála var haldið síðasta spölinn heim á leið og komið til bæjarins um miðaftann. Sjá fleiri myndir á www.flickr.com/photos/kristinnk      Kristinn K.

korinn-skaft-02korinn-skaft-01korinn-skaft-03korinn-skaft-04 

 

 

 

 

   

 

Skaftfelllingafélagið 68 ára

Föstudaginn langa, 21. mars 2008 varð Skaftfellingafélagið í Reykjavík 68 ára.

Málþing og myndasýning um Skaftafell

heidmork-10a Málþing um skógræktarreit Skaftfellingafélagsins í Heiðmörk var haldinn í gamla bænum að Elliðavatni, fimmtudaginn 17. apríl, kl. 20.  Þar fór Skúli Oddsson yfir sögu reitsins sem nær aftur til 1950.  Siðan fór Kristján Bjarnason stafsmaður Skógræktarinnar yfir sögu staðarins og Heiðmerkur frá dögum Þorsteinss Ingólfssonar (sonar Ingólfs Arnarsonar) til vorra daga, til dæmis var þessi fundir haldinn í húsi sem Benedikt Sveinsson faðir Einars Benediktssonar lét gera og síðar meir eignaðist Einar staðinn.  1936 var byrjað að ræða um að gera Heiðmörk að því útvistar svæði fyrir almenning sem það er orðið í dag.  Síðan kom Kristján með tillögur að göngustígum og annarri aðstöðu sem hann leggur til að ráðast verði í á komandi árum og var umræða um þessi mál.  Að lokum var sýndar nokkrar myndir frá upphafsárum reitsins hjá Skaftfellingum. 

 

 

 

heimdmork-skaft2 

Þetta er kort sem sýnir leiðina að reitnum og að Elliðavatnsbænum.  Leiðin frá þjóðveginum sem er styðst að reitnum er búið að loka með hliði en frá því er c.a. 10 mín gangur að reitnum. 

 

 

 

 

Hérna eru tvær myndir úr Skaftafelli í Heiðmörk sem Guðjón Jónsson tók. heidmorkgj-15heidmork-02b

Myndir frá Skeiðará - hlaup og brúargerð

Seinna myndakvöld vetrarins var haldið í Skaftfellingabúð fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.

Sýndar voru kvikmyndirnar Síðasti þröskuldurinn og Tenging hringvegarins sem Vegagerðin lét gera um framkvæmdir á Skeiðarársandi. Einnig voru sýndar myndir frá ferðalögum yfir Skeiðarársand áður en brúað var og eins frá brúarframkvæmdum og hlaupum. Þá voru einnig sýndar myndir sem Páll Arason tók. 

 

Áætluðu eru fleirri myndakvöld næsta vetur.

 

 a14b  a16b
 a25b  d7c
 img_2558a  

Kvikmyndasjóður

i_joklanna_skjoli2.jpgKvikmyndasjóður Skaftfellinga gefur út Í jöklanna skjóli á DVD Þeir sem vilja fá eintak senda póst á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvikmyndasjóður Skaftfellinga lét á árunum 1952-1958 gera kvikmyndir í Skaftafellssýslum sem fjalla um horfna atvinnu-, menningar- og lifnaðarhætti auk kynningar á byggðarlögum og landslagi í sýslunum. Myndirnar greina m.a. frá meltekju og kolagerð, sem eru með öllu horfnir atvinnuhættir, um fýlatekju, fiskveiðar í sjó og vötnum, samgöngur á sjó, í lofti og á landi, bústörf fyrir daga vélvæðingar og kvöldvökuna sem kölluð hefur verið eins konar háskóli landsins.

Myndirnar tóku Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari og Ósvaldur Knudsen kvikmyndagerðarmaður. Þær eru 9 að tölu og eru frá 10 til 36 mínútur að lengd. Myndirnar eru með íslensku tali sem er flutt og samið af Jóni Aðalsteini Jónssyni, cand. mag.

Kvikmyndasjóðurinn hefur nú gefið þessar myndir út á geisladiskum. Þeir eru tveir í setti. Bætt hefur verið bæði íslenskum og enskum texta inn á myndirnar. Diskunum fylgir allítarlegur kynningarbæklingur.

uppskipun.jpgMyndirnar eru:

Kvöldvaka (10,55 mín.)
Kolagerð (15,16 mín.)
Meltekja (9,41 mín.)
Fýlatekja (9,43 mín.)
Aflabrögð: Veiði í sjó og vötnum (14,22 mín.)
Samgöngur: Flutningar á sjó (17,00 mín.)
Samgöngur: Flutningar á landi og í lofti(17,36 mín.)
Gegningar og mjólkurvinnsla (11,56 mín.)
Úr Mýrdal í Lón (35,52 mín.)
Diskarnir eru til sölu á Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
 

 

Myndakvöld hjá Skaftfellingafélaginu

ferming-1954bFimmtudaginn 22. nóvember hélt Skaftfellingafélagið myndakvöld með myndum frá Öræfum. Þar á meðal annars myndir frá Jakobi Guðlaugssyni í Skaftafelli, Helga Arasyni og Guðjóni Jónssyni frá Fagurhólsmýri. Einnig var boðið upp á kaffi og meðlæti í hléi. Mætingin var um 60 manns Nokkrar myndir voru frá fermingum í Öræfum þar á meða af fermingu 1954 og svo skemmtilegt vildi til að þeir þrír sem fermdust þá voru á kvöldinu og létu smella f sér mynd saman aft og sést vel hvað þeir halda sér vel þó 53 ár séu síðan !!!!!

Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.