Skip to main content

Fýlaveisla

Okkar ómissandi fýlaveisla verður haldin í Skaftfellingabúð, fyrsta vetrardag
laugardaginn 25. október 2008
og hefst með borðhaldi kl. 20.
Á borðum verður saltaður fýll með tilheyrandi meðlæti sem og hangikjet, flatkökur og smér.
Sigurður Hjálmarsson í Vík og fjölskylda hans tók að sér veiðar og verkun og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
– Þórir N. Kjartansson segir fýlasögur –
Hin stórmagnaða hljómsveit Tónabræður frá Vík leikur fyrir dansi, en hún gerði garðinn frægan um allt Suðurland á árum áður.
Já, þá var nú fjör maður !!!tonabraedur_1965

 

 

 

 

Einng mun hljómsveitin Granít taka nokkur lög. 

Inngangseyrir kr. 4.000 á matinn og 1.000 kr á ballið.
Skráning í síðasta lagi 23. október 2008 hjá:
Hákoni Kristmundssyni (821 2115)
Guðrúnu B. Jónsdóttur  (840 9125)
Stefáni Bjarnasyni       (822 8895)

Vetrardagskráin

25. október: Fýlaveisla.   Tónabræður frá Vík verða með "come back", einnig verða einhverjir fengnir til segja eitthvað sniðugt, meira um það seinna.

img_1730a

 

 

 

6. nóvember: Kennsla í Hornfjoraefi-03aarðarmanna, Sigurpáll Ingibergsson kemur og kennir.oraefi-04aoraefi-02aoraefi-05a oraefi-15aoraefi-19a

 

 

 

20. nóvember: Myndasýning með myndum teknum aðalega í Öræfum í júlí 1967, þá fór Magnús Bjarnfreðsson á vegum sjónvarpsins austur í Öræfi og tók viðtal við Sigurð á Kvískerjum, Pál þingmann á Hnappavöllum, Odd verslunarstjóra Fagurhólsmýri, Helga Arason hagleiksmann Fagurhólsmýri, Þorsteinn hreppsstjóra og kennara Svínafelli og Hannes Jónsson póst Núpstað. Sýndir eru ferðir yfir Skeiðará ásamt fleiri myndum úr Öræfum. Síðan (eftir kaffi) verður sýndar ljósmyndir héðan og þaðan sem Svavar hefur tekið saman.

img_1947b

 

 

 

7. desember: Aðventustund.

Fjallamessa við Miklafell

Þann 17. ágúst síðastliðinn messaði Séra Ingólfur Hartvigsson, sóknarprestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli, í Miklafelli á Austur-Síðu afrétti.

Var mæting samkv væntingum en messan var í gili einu rétt austan við gangnamannakofann.Eftir messu var söfnuði boðið í  kirkjukaffi í fyrrnefndu húsi og á heimleið kíkt í hellinn Ufsa, en margir fallegir hellar eru á þessu svæði og flestir vel aðgengilegir. 

Frábær dagur og gott framtak hjá sóknarprestinum Séra Ingólfi.

gst_08_142gst_08_171gst_08_111gst_08_183

Hreinsunardagur í Heiðmörk

Laugardaginn 24. maí arkaði öflugur hópur Skaftfellinga upp í Heiðmörk og tók þar til hendinni, gróðursett var 80 Bæjarstaðarbirki  og  lagður hringstígur um svæðið og hreinsað til í kringum hann svo greiðfært yrði.

Staðsetning reitsins sést á heimasíðunni.

skaft-heidmork-2008-01skaft-heidmork-2008-02skaft-heidmork-2008-03skaft-heidmork-2008-04

skaft-heidmork-2008-05heidmork-10a

 

Aðalfundur Skaftfellingafélagsins

Aðalfundur Skaftfellingafélagsins var haldinn 22. maí.  Farið var yfir starfsemi ársins hjá félaginu, Kvikmyndasjóði, Söngfélagi og Skálmurum.  Almennt var ágætis aðsókn að samkomum hjá félaginu svo sem; þorrablóti, Skaftfellingamessu, aðventustund, myndakvöldum o.fl.  Rekstur félagsins gengur ágætlega.  Stjórnin verður skipuð næsta árið þeim; Skúla Oddssyni formanni, Ármanni Óskari Sigurðssyni ritara, Stefáni Bjarnasyni gjaldkera, Svavari M. Sigurjónssyni meðstjórnanda og Helga Pálssyni meðstjórnanda.  Í varastjórn eru Jón Geir Birgisson, Jón Rafnsson og Guðrún B. Jónsdóttir.

 img_3397aimg_3395aimg_3401aimg_3404aimg_3410a

Vortónleikar Söngfélagsins

Söngfélag Skaftfellinga hélt sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju 1. maí 2008, á efnisskránni voru innlend og erlend sönglög, stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson og undirleikarar voru Ástvaldur Traustason harmonikka, Jón Rafnsson kontrabassi og Vignir Þór Stefánsson píanó.  

Kaffiboð aldraðra

Í framhaldi af tónleikum Söngfélagsins var boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.  Þar fluttu Skúli Oddsson og Gunnþóra Gunnarsdóttir frásagnir sem Sr. Sigurjón Einarsson fyrrum prófastur og prestur á Klaustri hefur tekið saman af Jóhannesi Kjarval þegar hann dvaldist á Klaustri og nágrenni.skaft_terta seltjarnarneskirkja skaft_korinn_01skaft_bordskaft_skuli_gunnthora