Skip to main content

Gestabók

Hér til vinstri á heimasíðunni er vísun á Gestabók sem búið er að setja upp.  Nú er um að gera að koma skilaboðum til félaganna. 

Og svo er nýtt Fréttabréf komið inn.

Þorrablót 24. janúar 2009

Þorrablót félagsins verður haldið 24. janúar.  Gunnar Þór Jónsson verður veislustjóri, Helena Marta Stefánsdóttir syngur og Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál.  Hinar goðsagnakenndu Eygló úr Öræfunum og Væringjarnir frá Klaustri munu sjá um spilamensku. 

4.000 kr. kostar inn á matinn og skemmtiatriðin og síðan 1.000 kr. á ballið.

Þeir sem taka við skráningu eru:
    Helgi (899 4818) Hákon (821 2115) Stefán (822 8895)

 eyglo1 vaeringjar-04a

Húsfyllir á aðventustund

Árleg aðventustund Skaftfellingafélagsins og Söngfélagsins var haldin í Skaftfellingabúð sunnudaginn 7. desember 2008.
Söngfélagið, undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, söng 11 jólalög við góðar undirtektir og kom gestum í jólaskap á aðventunni.
Glæsilegum veitingum af kaffiborði Ingu Jónu og Söngfélaganna voru gerð góð skil. Tveir einstaklega skemmtilegir jólasveinar, Kjetkrókur og Skyrgámur, sáu um að skemmta ungviðinu og dönsuðu dátt í kringum jólatréð við harmonikkundirleik Kristins Kjartanssonar og píanóleik Friðriks söngstjóra.
Talið er að um 180 gestir hafi sótt þessa aðventustund sem þykir fádæma góð aðsókn.

adventa3-2008adventa4-2008adventa5-2008

 

Myndir eru á myndasafninu. 

 

Myndasýning

Fimmtudaginn 20. nóvember, var myndasýning í Skaftfellingabúð með myndum sem flestar voru teknar í Öræfum í júlí 1967.
Þá fór Magnús Bjarnfreðsson á vegum Sjónvarpsins austur í Öræfi og tók viðtöl við Sigurð á Kvískerjum, Pál þingmann á Hnappavöllum, Odd verslunarstjóra á Fagurhólsmýri, Helga Arason hagleiksmann á Fagurhólsmýri, Þorstein Jóhannsson kennara í Svínafelli, Hannes Jónsson póst á Núpsstað og fleiri. Sýndar voru ferðir yfir Skeiðará ásamt fleiri myndum úr Öræfum.
Eftir kaffihlé voru sýndar ljósmyndir héðan og þaðan sem Svavar hefur tekið saman.  Aðsókin var mjög góð eða ríflega 90 manns.
Nokkrar myndir eru komnar inn á myndasafnið.

oraefi-15aoraefi-19aoraefi-02a 

oraefi-03a jonoli-gunntha

Hornafjarðarmanni

Kennsla og spil í Hornafjarðarmanna fór fram í Skaftfellingabúð fimmtudagskvöldið 6. nóvember 2008 undir styrkri stjórn Sigurpáls Ingibergssonar.
Um 20 manns tóku þátt í spilamennskunni þar sem spilað var til úrslita.

Fyrstu verðlaun, 2 kg af hornfirskum humri komu í hlut Jóns Bjarnasonar
Önnur verðlaun, körfu frá Kaffitári fékk Angela Rós Sveinbjörnsdóttir
Þriðju verðlaun, bókin Gamla hugljúfa sveit e. Þorstein Geirsson kom í hlut Levís Konráðssonar.

Fleiri myndir eru komnar á myndasafnið.

106 108 111

Fýlaveislan

Fyrsta vetrardag, 25. október var að venju haldin fýlaveisla hjá Skaftfellingafélaginu. Að borðum sátu um 160 manns og hefur aðsóknin aldrei verið meiri. Ástæðuna töldu menn mega rekja til hljómsveitarinnar Tónabræðra úr Vík sem var geysivinsæl á árum áður um allt Suðurland og svo þess að engin fýlaveisla var haldin í fyrra. Fýllinn var að venju borinn fram með soðnum gulrófum og kartöflum. Þá var einnig borið fram hangikjöt með hefðbundnu meðlæti.
Yfir borðhaldi sagði Þórir N. Kjartansson nokkrar fýlasögur úr Mýrdal, meðal annars að eitt metárið hefðu veiðst um sjö þúsund fýlar í Hjörleifshöfða.
Að loknu borðhaldi sté hljómsveitini Tónabræður á stokk og lék fyrir dansi og svo tók við hljómsveitin Granít sem líka er úr Víkinni.

Tókst þessi samkoma með miklum ágætum og var dansað og djammað fram eftir nóttu.

Fleirri myndir eru komnar inn á myndasíðu félagsins.
thumb_inga_jna_sigfsdttir_og_rsa_haraldsdttir_bjstra_vi_flinn_2008img_4683aimg_4715aimg_4720a