Skip to main content

Grisjun í Heiðmörk

Þann 22. apríl síðastliðinn mætti um það bil 15 manna hópur vopnaður keðjusögum og öðrum handverkfærum á grisjunarnámskeið sem Þorbergur Hjalti Jónsson stóð fyrir í Skaftfellingareitnum. Að námskeiði loknu hófst vinna við fellingu og uppkvistun trjáa.  Brýnust er þörf á grisjun í stafafurulundinum austan við fyrirhugaða samkomuflöt og beindist vinnan einkum að því svæði. Fólk er hvatt til að koma í reit félagsins og halda áfram starfinu við grisjun og umhirðu, sjálfu sér til heilsubótar á næstu vikum, að eigin hentugleika. Með Hjalta var Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni og kenndu þeir meðal annars hvernig þéttleiki skóga er metinn og þörf á grisjun. 
Stefán Bjarnason hefur sléttað móann á fyrirhugaðri samkomuflöt með léttu vinnutæki og því lítur svæðið nú út eins og kartöflugarður að vorlagi. Eftir er að slétta betur úr með garðhrífum og sá grasfræi (af fíngerðu, smávöxnu grasyrki) fyrir vorið.
Stór malarhaugur er kominn á bílastæðið og Stefán er byrjaður að bera mölina í stíga.  Búið er að merkja stóran hluta þeirra trjáa sem þurfa að víkja. Reiknað er með að fellingu þeirra trjáa verði lokið fyrir 16. maí, að því tilskyldu að til verksins fáist fleiri vinnufúsar hendur, vopnaðar keðjusögum. Reyndar myndi flýta mikið fyrir fellingu ef búið væri að uppkvista trén (hvort heldur er með keðjusög eða handsög).
Við grisjunina mun falla til mikill trjáviður sem félagið ætti að kappkosta að nýta á staðnum á ýmsa vegu. Laugardaginn 16. maí mun mesta vinnan felast í því að draga efnið út úr skóginum og flokka það eftir notagildi. Það er mikilvægt að það starf verði vel skipulagt svo komast megi hjá tvíverknaði og óþarfa fyrirhöfn.

Skaftfellingafélagið þakkar þeim Hjalta, Aðalsteini og öðrum frá Skógræktinni innilega fyrir þeirra liðssinni og áhuga sem þeir hafa sýnt þeim verkum sem framundan eru.

Munum að margar hendur vinna létt verk.

     Myndir frá grisjunardeginum eru komnar á myndasafnið.

Kennsla í grisjun

Síðasta vetrardag miðvikudaginn 22. apríl kl. 17:00 mun Þorbergur Hjalti Jónsson sérfræðingur á Rannsóknarstöðinni á Mógilsá verða með kennslu í grisjun í reitunum í Heiðmörk.  Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skulu gjarnan taka með sér verkfæri (handsagir, klippur og/eða keðjusagir).  Wink

Myndasýning

Fimmtudaginn 26. febrúar var myndasýning hjá Skaftfellingafélaginu.

Fyrst sýndi Snorri Snorrason flugmaður myndir frá ferðum sýnum í Öræfin en hann flaug fyrst um 1953 þangað og flutti fólk, vörur og fé.  Hann sagði sögur af þessum ferðum ásmat upp lifun sinni af Öræfunum.  Hann kom börnum sínum í sveit á Hnappavöllum og sýndi synir hans Jón Karl og Haukur myndir frá þeim tíma sem þeir voru þar ásamt nýrri myndum sem þeir hafa tekið. Afsyrnu fróðlegt og gaman var að hlusta á sýningu þeirra feðga. 

Eftir kaffi sýndi Kristinn Kjartansson myndir úr gönguferð Skálamara á svæðið fyrir ofan Heiðavatn í Mýrdal og langleiðina upp að jökli ásamt myndum frá Þakgili og umhverfinu þar.  Greinilegt er að það svæði er mjög fallegt og áhugavert að gang þar um, Kristinn þekkir greinilega vel til á þessu svæði ásamt því að áhorfendur sem til þekktu lögðu orð í bel. 
Um 70 manns sóttu þessa ágætu samkomu.

Myndasýning á fimmtudag.

Næstkomandi fimmtudad, 26. febrúar kl. 20:00 verður myndasýning á vegum Skaftfellingafélagsins í Skaftfellingabúð.  En þá mun Haukur Snorrason sýna myndir frá sér og föður sínum, Snorra Snorrrasyni flugmanni og Jóni Karli bróður sínum sem einnig er flugmaður en þeirr feðagar allir eru miklir ljósmyndarar.  Snorri flaug snemma á Faguhólsmýri og þeir bræður voru fjölda ára í sveit á Hnappavöllum.  Sýna þeir myndir úr sveitinni og víðar.

Einnig mun Kristinn Kjartannsoon úr Vík sýna myndir.

 Seldar verða veitnignar í hléi.  Muna að ekki er "posi" á staðnum.

 

Íslandsmeistaramót í Hornafjarðarmanna

Næstkomandi föstudag 13 febrúar verður haldin undankeppni Íslandsmeistaramóts í Hornafjarðarmanna í Skaftfellingabúð klukkan 20:00.  Þátttökugjald er 500 kr. Albert Eymundsson mun stjórna spilamennskunni.  Úrslitin verða síðan spiluð daginn eftir við upphaf Þorrablóts Hornfirðinga sem haldið er í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, allar upplýsingar um það blót er á slóðinni:  www.xblot.net 

Þorrablót 2009

Mikið fjör var á þorrablóti Skaftfellingafélagsins. Um 160 manns mætu til borðhalds og skemmtiatriða, en kvöldið hófst með því að formaðurinn Skúli Oddson bauð gesti velkomna og minntist á að ekki hefðu fleiri Öræfingar komið á samkomu hjá félaginu í seinni tíð. Taldi hann að þessi fjölgun væri í takt við hækkandi fylgi Framsóknarflokksins!!!! En aðrir vildu tengja það vandaðri dagskrá. Að inngangi loknum bauð hann Gunnar Þór Jónsson fyrrverandi starfsmann RARIK á Klaustri, nú búsettan í Hveragerði, til veislustjórnar. Stjórnaði hann borðhaldi og flutti gamanmál. Á milli ferða að borði hlöðnu öndvegis þorramat, þá leiddi galvösk sveit þéttholda karlmanna fjöldasöng við undirleik Friðriks Vignis kórstjóra Söngfélagsins. Þá söng Helena Marta (dóttir Stebba í Kotinu) við undirleik Guðríðar Helgadóttur nokkur lög, einnig stjórnuðu þær fjöldasöng og líkamsæfingum til að skapa pláss fyrir meiri mat!!! Að því loknu kom Jóhannes Kristjánsson eftirherma og sagði sögur af mönnum og málefnum.

Þá var komið að dansinum sem hófst með því að Eygló úr Öræfunum kom í fyrsti skipti fram með þessari uppsetningu eftir 33 ára hlé!!! Kom það í ljós að þeir hefðu engu gleymt og var gólfið troðið í þann eina og hálfa tíma sem þeir spiluðu. Og ekki minnkaði stuðið þegar tuttugu ára gamla unglingahljómsveitin Væringjar frá Klaustri byrjaði að spila, en þá hafði einnig bæst í hóp ballgesta töluveðrur hópur gamalla aðdáanda sem fengu nú að líta gömlu goðin í aldrei betra formi. Heyrst hefur að atvinnutilboðunum rigni inn!!!. Undu þorrablótsgestir sér vel fram eftir nóttu við dans og dufl. Og hefur það verið almanna rómur (sem aldrei lýgur) að þessi samkoma hafi tekist með eindæmum vel.

Myndir eru komnar á myndasafnið.