Skip to main content

Fýlaveisla - uppselt

Núna er uppselt á fýlaveisluna en möguleiki er að koma á ballið um 23:00  og kostar þá 1.000 krónur inn.

Fýlaveisla 2009

fll.jpgNú nálgast fyrsti vetrardagur óðum og þá er hefð fyrir árvissri gleði í Skaftfellingabúð.
Nægur fýll náðist að þessu sinni, var tímanlega lagður í salt svo allt ætti að verða til reiðu í tæka tíð.

Hin feyki vinsæla fýlaveisla verður framreidd laugardaginn 24. október 2009 og hefst með borðhaldi kl. 20.
Loku verður skotið frá dyrum upp úr kl. 19 og búist við örtröð þá þegar.
Hljómimg_4715b.jpgsveitin Tónabræður frá Vík hleypir upp stuðinu að loknu borðhaldi og skipta með sér verkum við Víkarahljómsveitina Granít.
Inngangseyrir kr. 4.500

Miðapantanir fyrir 22. október hjá:
Hákoni Jóni Kristmundssyni, s. 821 2115
Helga Pálssyni, 899 4818 
Stefáni Bjarnasyni, 822 8895

 

Myndasafn og Skálm

Núna eru loksins komnar nýjar myndir inn á myndasafnið; frá gönguferðum sumarins, framkvæmdum í Heiðmörk og sveppagöngu.  Svo er komin frásögn frá aðalgöngu Skálmara undir þeirra “flipa”.

Göngustígagerð í Heiðmörk.

Aðalsteinn Sigurgeirson frá Þórisholti og vaskur hópur Öræfinga mætti upp í Heiðmörk laugardagsmorguninn 12. september og dreifði kurli í stíga. Kurli var keyrt í stíga út frá bílastæðinu og eru komnar hringleiðir sem gaman er að ganga. Þá var einnig byrjað á stígum sem koma til með að enda við Hólmsborgina. Ekki náðist alveg að klára kurlið og eru áhugasamir eindregið hvattir til að renna uppeftir og dreifa því sem eftir er. Þetta er hin besta líkamsrækt. Að dreifingu lokinni voru grillaðar pylsur og sveppir, en nú er mikið af fínum sveppum í reitnum og kemur að góðum notum að hafa farið í sveppagönguna með Bjarna Diðrik í byrjun mánaðarins, sjá frétt um það.
Á næstu dögum hyggst Aðalsteinn hefjast handa við grillhleðslu á flötinni fínu.

img_4281a.jpgimg_4308a.jpgimg_4286a.jpg

img_4288a.jpgimg_4297a.jpgimg_4314a.jpg

img_4317a.jpgimg_4293a.jpg

Kurl í stíga

Laugardaginn 12. september kl. 10:00 til c.a. 12:00 þá verður vaðið í hauginn sem kurlaður var í sumar og honum dreift í stíga í reitnum í Heiðmörk.  Aðalsteinn og Inga eru búin að merkja nokkra kílómetra af stígum. þannig að verkefnin eru næg.  Þeir sem hafa möguleika á því eru beðnir að taka með sér hjólbörur og kvíslar.
Að lokinni dreifingu á kurlinu á laugardag þá verður boðið upp á grillaðar pylsur.

kurlun-2009.jpg

Sveppagangan

Sveppagangan um Heiðmerkurreitinn tókst með miklum ágætum. Um 25 manns mættu og hlýddu á Bjarna Diðrik fara yfir helstu einkenni sveppa og hvernig hægt er að þekkja þá. Í reitnum fannst töluvert af sveppum og flestir fengu eitthvað í körfur sínar.
Hér á landi er talið öruggt að borða pípusveppi, en til eru 14 tegundir af þeim og allar ætar, ein þó töluvert sterk og hentar helst sem krydd. Reyndar er hætta á að eitthvað af því sem Bjarni sagði á þessum tveimur tímum sitji ekki alveg kýr skýrt eftir í höfði Skaftfellinganna, en það má hugga sig við það að vænatleg er bók um sveppi frá Bjarna innan fárra ára.

Þeir sem hafa áhuga á því að fræðast um sveppi geta séð áhugaverð viðtöl við Bjarna á sjónvarpstöðinni ÍNN 18. og 24. ágúst í þættinum Græðlingar.  Hér er fyrri þátturinn og hér seinni þátturinn.

img_4253x.jpgimg_4255y.jpgimg_4258x.jpg

img_8136x.jpgimg_8138x.jpgimg_8140x.jpg

img_8151x.jpgimg_8156x.jpg