Skip to main content

Gleðileg jól

Skaftfellingafélagið óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir árið sem er að líða.

jol-2009.jpg

Síðan sjáumst við hress á þorrablóti 23. janúar á afmælisárinu 2010.

Í Jöklanna skjóli

Kvikmyndasjóður Skaftfellinga lét á árunum 1952-1958 gera kvikmyndir í Skaftafellssýslum sem fjalla um horfna atvinnu-, menningar- og lifnaðarhætti auk kynningar á byggðarlögum og landslagi í sýslunum. Myndirnar greina m.a. frá meltekju og kolagerð, sem eru með öllu horfnir atvinnuhættir, um fýlatekju, fiskveiðar í sjó og vötnum, samgöngur á sjó, í lofti og á landi, bústörf fyrir daga vélvæðingar og kvöldvökuna sem kölluð hefur verið eins konar háskóli landsins.
Myndirnar tóku Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari og Ósvaldur Knudsen kvikmyndagerðarmaður. Þær eru 9 að tölu og eru frá 10 til 36 mínútur að lengd. Myndirnar eru með íslensku tali sem er flutt og samið af Jóni Aðalsteini Jónssyni, cand. mag.
Kvikmyndasjóðurinn hefur nú gefið þessar myndir út á geisladiskum. Þeir eru tveir í setti. Bætt hefur verið bæði íslenskum og enskum texta inn á myndirnar. Diskunum fylgir allítarlegur kynningarbæklingur.
Myndirnar eru:
1 Kvöldvaka                                            (10,55 mín.)
2 Kolagerð                                              (15,16 mín.)
3 Meltekja                                               (9,41 mín.)
4 Fýlatekja                                              (9,43 mín.)
5 Aflabrögð: Veiði í sjó og vötnum            (14,22 mín.)
6 Samgöngur: Futningar á sjó                   (17,00 mín.)
7 Samgöngur: Flutningar á landi og í lofti   (17,36 mín.)
8 Gegningar og mjólkurvinnsla                  (11,56 mín.)
9 Úr Mýrdal í Lón                                     (35,52 mín.)

Diskarnir tveir saman í hulstri og eru seldar á 4.300.

Hægt er að nálgast diskana hjá Erlu Ásgeirsdóttur í síma 861 9941 eða senda póst á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..i_joklanna_skjoli.jpg

Fjölsótt og vel lukkuð aðventustund Skaftfellingafélagsins

Aðventustund Skaftfellingafélagsins var haldin í Skaftfellingabúð sunnudaginn 6. desember. Sú hefð hefur skapast til nokkurra ára að sameina aðventustund og jólatrésskemmtun og hefur samkoman verið afar vel sótt. Formaður, Skúli Oddsson bauð gesti velkomna, Söngfélagið söng nokkur jólalög undir stjórn fyrrverandi kórstjóra, Violetu Smid og að því búnu var fólki boðið til kaffiveislu og krása af dýrindis veisluborði Ingu Jónu og söngfélaganna. Borgþór Arngrímsson las upp úr nýútkominni og endurbættri útgáfu af Skaftfellskum þjóðsögum og sögnum eftir Guðmund J. Hoffell. Þá var loksins komið að jólaballinu sjálfu. Drógu þeir upp nikkur sínar snilldarspilararnir Kristinn Kjartansson og Stefán Bjarnason auk Violetu á píanóinu og börn og fullorðnir sungu með þeim við jólatréð. Svo merkilega vildi til að hvellandi og skellandi jólasveinar höfðu stolist til bæjarins nokkru fyrir leyfilegan heimsóknartíma, runnu á hljóðið og börðu upp á. Karlar þessir viðhöfðu ýmsa skrítna siði ofan úr fjöllum auk þess sem þeir sungu af mikilli raust og ætluðu ekki að fást til að fara, eða kannski ekki þorað heim til móður sinnar.

img_9613b.jpgimg_4808b.jpgimg_9648b.jpg

Myndir eru komnar inn á myndasafnið.

Aðventustund

Skaftfellingafélagið og Söngfélagið standa fyrir aðventustund sunnudaginn 6. desember 2009 kl. 15:00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Söngfélagið syngur nokkur jólalög, bornar verða fram kaffiveitingar og gengið í kringum jólatré. Borgþór Arngrímsson les upp úr Skaftfellskum þjóðsögum.
Aðgangseyrir kr. 1000 fyrir 17 ára og eldri.

Myndasýning.

Milli 40 og 50 manns mættu á myndasýningu hjá félaginu fimmtidagskvöldi 26, nóvember, fyrst hvar horft á myndina Ljósaveislan sem er um gerð rafstöðva á fyrri hluta seinstu aldar í Vestur-Skaftafellssýslu og síðan eftir kaffihlé sýndi Snævarr Guðmundsson myndir úr sýslunum úr flugi og gönguferðum.

img_9462a.jpgimg_9465a.jpgimg_9467a.jpg 

Myndakvöld

Fimmtudagskvöldið 26. nóvember kl. 20:00 verður myndasýning í Skaftfellingabúð.

Sýnd verður kvikmyndin Ljósaveislan, sem er heimildarmynd um það hvernig nokkrir óskólagengnir bændur og bændasynir í Vestur Skaftafellssýslu unnu það einstaka þrekvirki á fyrstu áratugum 20. aldarinnar að framleiða vatnsknúnar rafstöðvar heima í afskekktum sveitum og setja fjölda þeirra upp víðsvegar um land.

Eftir hlé sýnir Snævarr Guðmundsson ( www.natturumyndir.com ) landslagsmyndir úr flugi og gönguferðum úr Skaftafellssýslum.

Seldar verða léttar veitingar í hléi.