Skaftfellingamessa 10. mars
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingamessa verður haldin í Breiðholtskirkju sunnudaginn 10. mars kl. 14.
Sr. G. Stígur Reynisson, sóknarprestur á Höfn, prédikar, sr. Sigurður Kr. Sigurðsson fyrrverandi sóknarprestur og sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjóna fyrir altari. Söngfélag Skaftfellinga syngur undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista.
Kaffisala Söngfélagsins er eftir messu í safnaðarsal Breiðholtskirkju.
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingafélagið óskar Skaftfellingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Vel mætt á aðventustund 2018
- Nánari upplýsingar
Enn fylltu Skaftfellingar sal Breiðfirðinga þegar efnt var til aðventuhátíðar þar síðasta sunnudag, 9. desember. Jólatréð stóð fagurlega skreytt í salnum og Hulda húsvörður hafði dúkað borð fyrir 130 til 140 manns. Það dugði þó ekki til og á endanum voru öll tiltæk húsgögn komin í notkun. Kórfélagar komu með föngin full af dýrindis brauði, kexi, salötum og kökum af öllum gerðum og félagið lagði einnig fram veitingar, bæði í föstu og fljótandi formi.
Samkoman hófst klukkan 14 með ávarpi formanns og að því loknu söng hinn ágæti Skaftfellingakór allnokkur lög undir stjórn Friðriks Vignis. Síðan var gestum beitt á svignandi hlaðborðið og veisluföngunum gerð góð skil.
Þegar börnin höfðu satt sárasta hungrið röðuðu þau sér, ásamt nokkrum foreldrum, frænkum og ömmum í tvöfalda röð umhverfis jólatréð og brátt ómaði salurinn af söng sem Helena Marta Stefánsdóttir leiddi af öryggi og gleði við undirspil Stefáns Bjarnasonar á harmóníku og séra Einars Jónssonar á píanó.
Heldur voru jólasveinarnir seinni til byggða en búist hafði verið við en skiluðu sér á endanum og höfðu augljóslega komið við í reykkofa á leiðinni. Þeir voru líka með glaðning handa börnunum og dönsuðu með þeim og sungu um stund.
Hornafjarðarmanni - Íslandsmeistaramót - 18. apríl 2018
- Nánari upplýsingar
Skaftfellingafélagið í Reykjavík gengst fyrir Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna síðasta vetrardag, þann 18. apríl 2018, kl. 20 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Sigurpáll Ingibergsson stjórnar spilinu.
Vinningar fyrir þrjú efstu sætin eru:
1. Gisting fyrir tvo með morgunverði á Hótel Höfn.
2. Kvöldverður fyrir tvo hjá ferðaþjónustunni Árnanesi.
3. Sigling á Fjallsárlóni fyrir tvo.
Aðgangseyrir 1.000 krónur; innifalið kaffi og kruðerí, þar á meðal flatkökur með reyktum Hornafjarðarsilungi.
Hagyrðingakvöld í Breiðfirðingabúð - 16. nóv
- Nánari upplýsingar
Breiðfirðingafélagið í samstarfi við Barðstrendingafélagið heldur hagyrðingakvöld í Breiðfirðingabúð 16. nóv. kl. 20:00.
Ólína Kristín Jónsdóttir verður stjórnandi. Miðaverð er 1.100 kr. (kaffi og meðlæti innifalið í verði).
Fyrripartar fyrir sal og keppendur verða birtir á heimasíðu félagsins www.bf.is
Skaftfellingabúð flytur
- Nánari upplýsingar
Eftir tug ára veru að Laugavegi 178 er Skaftfellingafélagið flutt með sína starfsemi í hýbýli Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14.
Söngfélagið er byrjað æfingar og stjórnin er að leggja drög að dagskrá vetrarins.