Skip to main content

Myndakvöld – góð mæting

Um 100 manns mættu á myndasýningu á fimmtudagskvöldið 18. febrúar, enda áhugaverðar myndir sýndar.  Fyrsti sýndi Jón Hermannsson mynd sem hann og Þrándur Thoroddsen tóku rétt eftir 1970 sem sýnir selveiði Fljótshverfinga.  Þessi mynd hefur ekki áður komið fyrir almenningssjónir, mjög áhugavert er að sjá þennan veiðskap bæði í net og þar sem selurinn var hlaupinn upp því ekki er líklegt að þessar veiðar byrji aftur í bráð.  Að þessu loknu var sýnd mynd frá því er slátrað var í síðasta skipti á Fagurhólsmýri 1988, það er einnig hlutir sem ekki er útlit fyrir að byrji aftur á þessum stað.  Eftir hlé sýndi Vigfús frá Flögu myndir frá 180 kílómetra gönguferð sinni frá Eyrabakka og í Flögu í Skaftárhrepp.  Farið var svo kölluð Miðleið sem er sunnar en Fjallabakasleið nyrðri, þessi leið var algeng hjá  Skaftfellinga og fleiri þegar þeir fóru til Eyrabakka í verslunarferð, líklega frá landnámi til c.a. 1920. 

HornafjarðarMANNI

Að vanda var vel mætt á Íslandsmeistaramótið í Hornafjarðamann sem ávalt er haldið föstudagskvöldið fyrir Þorrablót Hornfirðinga í Reykjavík, fréttir af því eru á heimasíðu þorrablótsins www.xblot.net .  Sú nýbreytni var núna að úrslitaspilið var líka spilað sama kvöld.  Hátt í 50 manns hófu spilamennsku sem var síðan fækkað í 27 og síðan 9 og að lokum 3 sem spiluðu úrslitaspilið.  Á meðan úrslitaspilið var spilað þá voru dregnir út vinningar úr spilakortunum.  Á úrslitaborðið komust Katrín Steinddórsdóttir, Þorvaldur Hauksson og Kristín A. Gunnarsdóttir.  Að loknum tilþrifa mikilli spilamennsku stóð Kristín uppi sem sigurvegari og Katrín í öðru og Valdi í þriðja.  Þau öll fengu vegleg skaftfellsk bókaverlaun auk þess sem Íslandsmeistarinn fékk farand verlaun sem fráfarandi Íslandsmeistari Kjartan Kjartansson afhenti.  Að vanda var Mannanum vasklega stjórnað af Alberti Eymundssyni.  
Myndir eru komnar inn á myndasafnið.

HornafjarðarMANNI

Íslandsmeistaramótið 2010
 
 verður föstudaginn 5. febrúar n.k.  kl 20:00 
í  Skaftfellingabúð Laugarvegi 178 Reykjavík
Mótið klárast á föstudagskvöldið 
með þriggjamanna úrslitum.

Hornfirsk verðlaun að vanda.

Þátttökugjald kr. 500-
Börn á grunnskólaaldri greiða ekki þátttökugjald.
humar-manni.jpg 

Myndakvöld

Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20 verður haldin myndasýning í Skaftfellingabúð. Þar verður frumsýnd kvikmynd um selveiðar Fljótshverfinga, tekin af Þrándi Thoroddsen og Jóni Hermannssyni upp úr 1970. Að því búnu verður sýnd upptaka Heiðars Jakobssonar frá 1988 úr sláturhúsinu á Fagurhólsmýri. Eftir hlé sýnir Vigfús G. Gíslason myndir úr gönguferð sinni “Í fótspor forferðranna” um forna götu frá Eyrarbakka austur í Skaftártungu sl. sumar, en hann hefur verið að segja frá þeirri ferð í útvarpinu á Rás 1 milli 9 og 10 á laugardagsmorgnum í þættinum "Út um græna grundu", fyrsti þáttur var 9. janúar, sá þáttur er hér , annar þáttur hér , þriðji hér , sá fjórði hér  og sá fimmti .  Þættirnir eru endurfluttir á miðvikudögum kl. 21:10. 

Hér er svo frásögn Vigfúsar í Mogganum  í sumar. 

vigfus-01.jpg

 

Þorrablót 2010

Rúmlega 110 manns borðuðu þorramat og nutu dagskrár á Þorrablóti Skaftfellingafélagsins 23. janúar 2010, síðan komu fleiri á ballið.  Skúli Oddsson setti samkomuna og kynnti veislustjórann til leiks en það var Hákon Kristmundsson frá Vík, fór hann með gamanmál og eftirhermur úr báðum sýslum og þótti taksat með eindæmum vel.  Undir gamanmálum og söng nutu menn þorramatsins frá Höfðakaffi. Síðan söng Jóhann Friðgeir Valdimarsson við undirleik Tómasar Guðna Eggertssonar. Að loknum mat og dagskrár spiluðu Hilmar Sverrisson og Vilhjálmur Guðjónsson fyrir dansi fram á nótt.

Myndir eru komnar inn á myndasafnið.

Þorrablót

Þorrablót Skaftfellingafélagsins verður haldið laugardaginn 23. janúar 2010 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178 og hefst kl. 20:00. Húsið er opnað kl. 19:00

Veislustjóri Hákon Jón Kristmundsson

Einsöngur Jóhann Friðgeir Valdimarsson við undirleik Tómasar Guðna Eggertssonar

Glæsilegt þorrahlaðborð frá Höfðakaffi

Fjöldasöngur og síðan munu hinir landskunnu stuðboltar Hilmar Sverrisson og Villi Guðjóns leika fyrir dansi að borðhaldi loknu.
 
Eftirtaldir taka við miðapöntunum til og með 21. janúar:

Hákon J. Kristmundsson,   s. 821 2115
Helgi Pálsson,                  s. 899 4818
Stefán Bjarnason,             s. 822 8895

Aðgangur kr. 4.500

Eftir borðhald kl. 23:00 kostar kr. 1.000
 
Munið að panta í tíma, síðast var uppselt.