Skip to main content

Myndakvöld; Skaftafellssýslur – hamfarahrjáða land

Fá landssvæði í heiminum hafa orðið fyrir jafnmiklum náttúruhamförum og Skaftafellssýslur og er það óþrjótandi umfjöllunarefni. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur heldur fyrirlestur og myndasýningu í Skaftfellingabúð fimmtudaginn 21. febrúar, kl. 20. 
Eftir kaffihlé sýnir Svavar M. Sigurjónsson myndir frá Ingólfi Ísólfssyni og Sigurði Þórarinssyni úr ferðum þeirra um Skaftafellssýslur á fyrrihluta síðustu aldar, meðal annars frá ferð Ingólfs með Oddi í Skaftafelli á Hvannadalshnúk 1936.
Aðgangur ókeypis, en kaffiveitingar seldar í hléi.

Íslandsmótið í Hornafjarðarmanna

Íslandsmótið í Hornafjarðarmanna verður föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00 í Skaftfellingabúð Laugarvegi 178.

Útbreiðslustjóri
 
Og síðan verður Þrítugasta og fimmta þorrablót Hornfirðinga haldið 9.feb 2013
í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.  Hægt er að skrá sig á heimsíðu blótsins: www.xblot.net  

Gleðin við völd á þorrablóti Skaftfellingafélagsins

Fjölmenni var á árlegu þorrablóti Skaftfellingafélagsins sem haldið var í Skaftfellingabúð laugardaginn 26. janúar sl.  Óvenju margir mættu síðan á dansleikinn þar sem hljómsveitirnar Ballest og Fossabandið héldu uppi stuðinu langt fram á nótt. Þorramaturinn bragðaðist vel en maturinn kom frá Höfðakaffi. Hákarlinn þótti sérstaklega góður þetta árið.
Heiðursmennirnir og gleðigjafarnir Halldór Þorsteinsson skáld frá Svínafelli í Öræfum og Hákon Kristmundsson úr Vík sáu samhentir um veislustjórn og gamanmál og sögðu sögur og vísur um menn og málefni, einkum úr Skaftafellssýslum.  Þá steig á stokk nýstofnaður sextett sem kallar sig Vini Skúla, sem er einkum skipaður körlum úr Söngfélagi Skaftfellinga og tók nokkur lög við undirleik Friðriks Vignis Stefánssonar kórstjóra.
Hljómsveitina Ballest skipa Ingibjörg Jónsdóttir, Einar Bjarki Hróbjartsson, Jón Geir Birgisson, Oddsteinn Árnason og Valdimar S. Einarsson. Fossabandið skipa þau Björk Björgúlfsdóttir, Björgúlfur Þorsteinsson, Hlynur Þór Agnarsson og Pétur Davíðsson. Svona skemmtanir þjappa sveitungunum nær og fjær saman og svo er bara að láta sig hlakka til næsta þorrablóts.
 
Myndir eru komnar inn á Myndasafn  ásamt myndum frá öðrum viðburðum vetrarins. 

Þorrablót Skaftfellingafélagsins

Nýtt FRÉTTABRÉF  er komið 
 
Þorrablót Skaftfellingafélagsins verður haldið í Skaftfellingabúð
laugardaginn 26. janúar 2013
og hefst með borðhaldi kl. 20 – húsið opnað kl. 19
Glæsilegt þorrahlaðborð verður frá Höfðakaffi

Kvartett valinkunnra Skaftfellinga

Um veislustjórn og gamanmál sjá heiðursmennirnir
Halldór Þorsteinsson skáld frá Svínafelli og Hákon Kristmundsson úr Vík.

Hljómsveitirnar Ballest og Fossabandið leika fyrir dansi
Ballest skipa Ingibjörg Jónsdóttir, Einar Bjarki Hróbjartsson, 
Jón Geir Birgisson, Oddsteinn Árnason og Valdimar S. Einarsson.
Fossabandið skipa Björk Björgúlfsdóttir, Björgúlfur Þorsteinsson, Hlynur Þór Agnarsson og Pétur Davíðsson.

Við miðapöntunum taka
Hákon – 821 2115 og Helgi – 899 4818
til og með 23. janúar
Miðaverð kr. 6.200 / eftir borðhald kr. 1.500

Þorrablót 26. janúar

Skaftfellingar skulu taka frá 26. janúar því þá verður þorrablót Skaftfellingafélagsins haldið.  

Fólk er ráðlagt að panta miða í tíma því óvanlega mikið verður lagt í mat, skemmtiatriði og hljómsveitir, nánar um það síðar Wink

img_9894a.jpg

 

Aðventustund 9. desember

Skaftfellingafélagið og Söngfélagið standa fyrir aðventustund 
sunnudaginn 9. desember 2012
kl. 15:00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Söngfélagið syngur nokkur jólalög, bornar verða fram kaffiveitingar og gengið í kringum jólatré.
Aðgangseyrir kr. 1000 fyrir fullorðna