Skip to main content

Skaftfellingamessa

Á sólríkum sunnudegi, þann 17. mars 2013, var haldin árleg Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju. Prestar kirkjunnar, sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Gísli Jónasson segja það "vorboða" þegar prestar, söngfólk úr sýslum austur, auk óvenjumargra kirkjugesta flykkjast til kirkjunnar um þetta leyti og fylla hana söng og hátíðleika. Að þessu sinni sá Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík alfarið um söngflutning við undirleik Kristínar Jóhannesdóttur organista á Höfn og kórstjórans Friðriks Vignis Stefánssonar. Sr. Gunnar Stígur Reynisson prestur á Höfn predikaði, en auk hans sáu þau sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur á Höfn og prestar Breiðholtskirkju um messugjörð. Minnst var boðunardags Maríu, 25. mars, sem Gunnar Stígur gerði að umfjöllunarefni í predikun sinni. 
Eftir messu stóð Söngfélagið og Skaftfellingafélagið fyrir messukaffi og flutti kórinn þar sex lög úr vetrardagskránni. "Vinir Skúla", þeir Skúli Oddsson, Hákon J. Kristmundsson, Sveinn H. Hjartarson, Gísli Þ. Júlíusson, Stefán Bjarnason og Helgi Gunnarsson fluttu fjögur lög við góðar undirtektir. 
Skaftfellingafélagið og Söngfélagið þakka kirkjugestum og starfsfólki Breiðholtskirkju fyrir góða samverustund. 
 

Spurningakeppni, seinna kvöldið

Heimasíða spurningarkeppninar er  HÉR:  
 
16 liða úrslit seinna kvöld.

Breiðfirðingafélagið 14 - Barðstrendingafélagið 6

Súgfirðingafélagið 12 - Átthagafélag Sléttuhrepps 12
Átthagafélag Sléttuhrepps vann 14 - 12 eftir bráðabana

Átthagafélag Héraðsmanna 10 - Vestfirðingafélagið 10
Átthagafélag Hérðasmanna vann 12 - 11 eftir bráðabana

Siglfirðingafélagið 11 - Norðfirðingafélagið 15

Þá er búið að draga um viðureignir í átta-liða úrslitum sem fram fara eftir, fimmtudaginn 21.mars.

Húnvetningafélagið - Norðfirðingafélagið
Árnesingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Sléttuhrepps
Dýrfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna
 
img_1310a.jpg

Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju

Sunnudaginn 17. mars kl. 14 verður Skaftfellingamessa haldin í Breiðholtskirkju. Prestar Breiðholtskirkju, þau sr. Gísli Jónasson og sr. Bryndís Malla Elídóttir þjóna fyrir altari, en auk þess eru  prestarnir sr. Sigurður Kr. Sigurðsson og sr. Gunnar Stígur Reynisson úr Austur-Skaftafellssýslu boðaðir til messunnar. Söngfélag Skaftfellinga sér messusöng undir stjórn organistanna og kórstjóranna Friðriks Vignis Stefánssonar og Kristínar Jóhannesdóttur á Höfn. Söngfélag Skaftfellinga selur kaffi að messu lokinni í safnaðarheimili kirkjunnar.
messa2012.jpg

Fjölmennt á fyrsta kvöldi spurningarkeppninnar

Troðfullt var á fyrsta kvöldi spurningarkeppninnar og sjálfsögðu unnu Skaftfellingar sína andstæðinga. 

Í hléi fengu gestir í sal að spreyta sig, þau svör sem berast verða tekin saman og þeir sem ná öllu réttu öll kvöldin (eða flest rétt) verða settir í pott og sá sem verður dregin út þá fær flug fyrir tvo með WOW-air, þetta er gjöf sem Ingvi Hrafn færði okkur en hann var við upptöku á keppninni á vegum ÍNN.

Næsta spurningarkeppni er 7. mars og síðan eru 8 liða úrslit sem við verðum á 21. mars og að sjálfsögðu fjölmennum við og hvetjum okkar menn til sigurs.

 Myndir eru komnar inn á myndasafn.  

Spurningarkeppni átthagafélagan

Sextán liða úrslit spurningarkeppni átthagafélagana fara fram 28. febrúar og 7. mars. Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl.

Eftir úrslitin munum við ljúka keppninni með heilmiklu húllumhæi og dansi fram á nótt.
Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos. 
 
Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:

28. febrúar:
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Djúpmanna
Húnvetningafélagið - Átthagafélaga Sléttuhrepps
Önfirðingafélagið - Árnesingafélagið
Stokkseyringafélagið - Dýrfirðingafélagið

7. mars:
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Súgfirðingafélagið - Átthagafélag Strandamanna
Átthagafélag Héraðsmanna - Vestfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið - Norðfirðingafélagið
 
Við hvetjum áhugasama til að fjölmenna öll kvöldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus) og hvetja sitt fólk og njóta skemmtunarinnar.
 
ÍNN mun taka keppnina upp og sjónvarpa, fylgist með frá byrjun.

Nefndin
skaft-spurn1b.jpg
 

Vel mætt á myndakvöld.

Að vanda var vel mætt á myndakvöld hjá Skaftfellingafélaginu.  Fyrst var Oddur Sigurðsson með myndasýningu og fyrirlestur um náttúruna í Skaftefllssýslum og hvernig hún hefur hagað sér og mun líklega gera í framtíðinni.

Síðan var myndasýning með myndum frá Ingólfi Ísólfssyni og Sigurði Þórarinssyni aðalega frá árunum 1936-1938.

Myndir eru komnar inn á myndasafn.