Fyrsta æfing Söngfélags Skaftfellinga verður þriðjudagskvöldið 15. september í Skaftfellingabúð og hefst kl. 20. Æfingar verða á þriðjudagskvöldum í vetur. Stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson.
Söngglaðir Skaftfellingar eru eindregið hvattir til að koma í kórinn og taka vini og vandamenn með. Söngfélagið er opið öllum og best að vera með frá byrjun vetrar. Upplýsingar gefur Kolbrún Einarsdóttir s: 618 8761

Stjórn Söngfélags Skaftfellinga

img_6815y.jpgimg_6878b.jpg