Skip to main content

Sveppaganga í Heiðmörk.

Langar þig í sveppamó ?

Fimmtudaginn 3. september kl. 18:00 - 20:00 mun Öræfingurinn Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands, verða með sveppagöngu um Skaftafellslundinn í Heiðmörk. Áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að mæta við Elliðavatnsbæinn kl. 18:00. Best er að aka að honum frá Suðurlandsvegi, um veginn við Rauðhóla. Þaðan verður síðan keyrt í samfloti að lundinum.

Bjarni Diðrik mun sýna fólki hvaða útbúnað það þarf til sveppatínslu, kenna því einföldustu grunnreglur í greiningu, hreinsun og frágangi ætra sveppa, o.fl. Síðan verður farið í stutt svepparölt um Skaftafellslundinn þar sem þátttakendur leita sveppa og Bjarni hjálpar til við greiningu matsveppa og frágang.

Auk sveppana verður lundurinn sjálfur skoðaður, en þar hafa félagsmenn unnið mikið sjálfboðastarf við grisjun og uppbyggingu útivistaraðstöðu í sumar.

Nauðsynlegur útbúnaður:
Föt og skóbúnaður sem hæfir veðri.
Beittur hnífur til að hreinsa sveppi með.
Bastkarfa, lítill pappakassi eða annað ílát sem loftar vel um til að tína matsveppi í.

bds-sveppur-01.jpgbds-sveppur-02.jpgkngssveppur.jpgbds-sveppur-03.jpg