Fjallgöngudeild Skaftfellingafélagsins hefur ákveðið að klára það sem ákveðið var í fyrra þ.e. að ganga á Eggjarnar í Skaftafellsfjöllum.
Ákveðið hefur verið að fara 15. ágúst.  Þeir sem hafa hug á að taka þátt í göngunni er beðnir að senda póst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 13. ágúst.  Nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur á www.skaft.is

Svona er leiðarlýsingin eins og hún liggur fyrir núna.
Lagt verður af stað kl. 08:30 frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli (mæting kl. 08:00)  Síðan gengið inn í Bæjarstað á 2.0-2.5 klukkutímum og síðan gengið upp Austurdal meðfram Réttargili og upp á Kjósareggjar, í það eru áætlaðir 2.5-3.0 tímar, þar verður síðan ákveðið hvort haldið verður lengra t.d. gegnið eftir Eggjunum og kíkt niður í Norðurdal og síðan niður Vesturdal.  Allt fer þetta eftir veðir og formi göngufólks.
Þannig að þessi ferð ætti verða c.a. 10-12 klst.  Sigurður Jakbosson (Diddi) í Skaftafelli ætlar að reyna koma með okkur og leiða okkur þessa ferð en ef hann forfallst þá treystum við því að litli bróðir hans Bjarni taki við leiðsögninni.

eggjar_2009.jpg

Vonandi get sem flestir komið með t.d. geta menn gengið inn í Bæjarstað og snúið þar við, aðrir geta gengið upp með Réttargili og snúið þar við, en mjög fallegt er við það gil, sjá meðfylgjandi mynd.    Þeir al hraustustu geta gegnið eftir Eggjunum og inn eftir í átt að Þumli.  

kjos-01b.jpg kjos-02b.jpg

Endanleg ákvörðun um ferðatilhögun verður tekin þegar ljóst verður hvernig veðrið verður.  Fólk er bent á að taka með sér föt m.v. veður.  Ekkert kostar að taka þátt í þessari gönguför.

Við viljum benda á bækur sem eru með myndir frá þessu svæði og frásögnum; Skaftafell í Öræfum eftir Jack D. Ives sem er með myndum frá Snævari Guðmundssyni.
Þar sem landið rís hæst eftir Snævarr Guðmundsson.
Skaftafell eftir Þórð Tómason.