Skip to main content

Kurlun

Föstudaginn 24. júlí fóru þeir Skaftfellingar og frændur hjá Skógræktinni, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Kjartan Kjartansson, í Skaftfellingareitinn og kurluðu þar allt hráviði sem lá þar við innkeyrsluna frá hreinsunardeginum í vor. 

kurlun-2009.jpg
Núna þarf að vaða í þennan haug og dreifa honum í göngustígana.  Tillaga er komin að fara í það laugardaginn 5. september, en þá eru skólar byrjaðir og mesta útstáelsið búið hjá fólki.  Fyrir þann tíma er áætlað að búið vera að ákveða og merkja hvar setja eigi kurlið.  Nánar um það síðar.