Skip to main content

Hreinsunardagur

Laugardaginn 16. maí kl. 10:00, er hreinsunardagur í Skaftafelli, reit Skaftfellingafélagsins í Heiðmörk. Búið er að grisja töluvert þannig að orkan á morgun fer í að kom því efni út að götu, þar sem það verður kurlað síðar.  Stærri tré verða sett til hliðar til að nota þau til að smíða borð og bekki.  

 Leiðin er sýnd á heimasíðunni, beygt er við Rauðhóla af þjóðveginum austur Hellisheiði og keyrt framhjá afleggjarnunum að Elliðavatnsbænum og keyrt beint áfram þar til komið er að skilti sem á stendur Hraunslóð, keyrt er þann afleggjar í átt að þjóvegnum þar til komið er að skilti á hægri hönd sem á stendur Skaftafell.    

 Fjölmennum núna í þennan unaðsreit sem við höfum forgang að.

 Það eru ekki allir sem geta komið á þessum tíma en næg verkefni eru fyrir þá sem hafa áhuga.  Því hefur komið upp sú hugmynd að virkja gestbókin í því að samræma aðgerðir, menn meldi sig þar inn og skrifað inn hvenær þeir ætli að vera uppfrá og þá geti fleiri komið og slegist í hópinn. 

Einnig gætu Skaftfellingar í framtíðinni hóað félögunum saman til að hittast uppfrá til að njóta svæðisins í skemmtilegum félagsskap, það þarf ekki bara að fara þangað upp eftir til að vinna.