Skip to main content

Hreinsunardagur í Heiðmörk

Laugardaginn 16. maí var hreinsunardagur í Heiðmörk. Um 15 manns mættu í Skaftafell í Heiðmörk á hinum árlega hreinsunardegi félagsins í einmuna blíðu. Helgi Pálsson kláraði að slétta (Stefáns)flötina og er hún að verða eins og besta tún á Síðunni. !!!  Búið er að grisja skóginn mikið á miðsvæðinu við hliðina á flötinni auk þess sem búið er að keyra möl í stíg frá bílastæði og inn að flötinni. Sá vaski hópur sem mætti náði að flytja heilu bílfarmana af greinum og trjám út að vegi en þar verður það kurlað niður og sett í göngustíga.

Félagið hvetur alla Skaftfellinga til að fara þarna uppeftir og njóta þess sem þetta svæði hefur upp á að bjóða.

 

Myndir eru komnar á myndasafnið.

Við bendum einnig á heimasíðu Heiðmerkur  www.heidmork.is