Skip to main content

Fjölsóttir vortónleiknar Söngfélagsins og Vorkaffi Skaftfellinga

Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga voru haldnir í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 10. maí síðastliðinn. Þeir voru mjög fjölsóttir en yfir 100 manns mættu á tónleikana. Söngfélagið bauð upp á fjölbreytta söngdagskrá með nýjum og gömlum lögum, innlendum og erlendum sönglögum í bland og var kórnum klappað lof í lófa og var hressilega klappaður upp í lokin. Stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson, meðleikarar á tónleikunum voru Jón Elfar Hafsteinsson á gítar, Jón Rafnsson á kontrabassa og Vignir Þór Stefánsson á píanó. Jóna G. Kolbrúnardóttir söng einsöng.
 
Skaftfellingafélagið og Söngfélag Skaftfellinga bauð að tónleikum loknum til vorkaffisamsætis í safnaðarheimili kirkjunnar og var hlaðborðið glæsilegt að venju, hlaðið hnallþórum og voru allir vel mettir og glaðir eftir góða samverustund. Ljósmyndir frá tónleikunum eru komnar í myndasafnið.