Skip to main content

Myndasýning

Fimmtudaginn 26. febrúar var myndasýning hjá Skaftfellingafélaginu.

Fyrst sýndi Snorri Snorrason flugmaður myndir frá ferðum sýnum í Öræfin en hann flaug fyrst um 1953 þangað og flutti fólk, vörur og fé.  Hann sagði sögur af þessum ferðum ásmat upp lifun sinni af Öræfunum.  Hann kom börnum sínum í sveit á Hnappavöllum og sýndi synir hans Jón Karl og Haukur myndir frá þeim tíma sem þeir voru þar ásamt nýrri myndum sem þeir hafa tekið. Afsyrnu fróðlegt og gaman var að hlusta á sýningu þeirra feðga. 

Eftir kaffi sýndi Kristinn Kjartansson myndir úr gönguferð Skálamara á svæðið fyrir ofan Heiðavatn í Mýrdal og langleiðina upp að jökli ásamt myndum frá Þakgili og umhverfinu þar.  Greinilegt er að það svæði er mjög fallegt og áhugavert að gang þar um, Kristinn þekkir greinilega vel til á þessu svæði ásamt því að áhorfendur sem til þekktu lögðu orð í bel. 
Um 70 manns sóttu þessa ágætu samkomu.