Skip to main content

Skaftfellingamessa

Fjölmenni var á Skaftfellingamessunni í Breiðholtskirkju á sunnudaginn 15. mars.  Söngfélag Skaftfellinga söng við messuna undir stjórn Friðriks Vignis ásamt Samkór Hornafjarðar sem stjórnað var af Kristínu Jóhannesdóttur.  Einsöng með kórunum söng Sólveig Sigurðardóttir (dóttir presthjónanna Sigurðar og Kristínar).  Steinar Þór Kristinsson (sonur Kristins í Söngfélaginu) spilaði undir á trompet.  Prestar Breiðholtskirkju Sr. Gísli Jónason og Sr. Bryndís Malla Elídóttir sáu um athöfnina ásamt Sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni presti Hornfiðringa og Sr. Fjalari Sigurjónssyni fyrrum presti á Kálfafellsstað.  Friðrik Vignir og Kristín voru organsistar.  Eftir messu var boðið upp á kaffi og söng Söngfélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar.

Myndir eru komnar inn á myndasafnið.