Skip to main content

Húsfyllir á aðventustund

Árleg aðventustund Skaftfellingafélagsins og Söngfélagsins var haldin í Skaftfellingabúð sunnudaginn 7. desember 2008.
Söngfélagið, undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, söng 11 jólalög við góðar undirtektir og kom gestum í jólaskap á aðventunni.
Glæsilegum veitingum af kaffiborði Ingu Jónu og Söngfélaganna voru gerð góð skil. Tveir einstaklega skemmtilegir jólasveinar, Kjetkrókur og Skyrgámur, sáu um að skemmta ungviðinu og dönsuðu dátt í kringum jólatréð við harmonikkundirleik Kristins Kjartanssonar og píanóleik Friðriks söngstjóra.
Talið er að um 180 gestir hafi sótt þessa aðventustund sem þykir fádæma góð aðsókn.

adventa3-2008adventa4-2008adventa5-2008

 

Myndir eru á myndasafninu.