Skip to main content

Myndasýning

Fimmtudaginn 20. nóvember, var myndasýning í Skaftfellingabúð með myndum sem flestar voru teknar í Öræfum í júlí 1967.
Þá fór Magnús Bjarnfreðsson á vegum Sjónvarpsins austur í Öræfi og tók viðtöl við Sigurð á Kvískerjum, Pál þingmann á Hnappavöllum, Odd verslunarstjóra á Fagurhólsmýri, Helga Arason hagleiksmann á Fagurhólsmýri, Þorstein Jóhannsson kennara í Svínafelli, Hannes Jónsson póst á Núpsstað og fleiri. Sýndar voru ferðir yfir Skeiðará ásamt fleiri myndum úr Öræfum.
Eftir kaffihlé voru sýndar ljósmyndir héðan og þaðan sem Svavar hefur tekið saman.  Aðsókin var mjög góð eða ríflega 90 manns.
Nokkrar myndir eru komnar inn á myndasafnið.

oraefi-15aoraefi-19aoraefi-02a 

oraefi-03a jonoli-gunntha