Skip to main content

Fýlaveislan

Fyrsta vetrardag, 25. október var að venju haldin fýlaveisla hjá Skaftfellingafélaginu. Að borðum sátu um 160 manns og hefur aðsóknin aldrei verið meiri. Ástæðuna töldu menn mega rekja til hljómsveitarinnar Tónabræðra úr Vík sem var geysivinsæl á árum áður um allt Suðurland og svo þess að engin fýlaveisla var haldin í fyrra. Fýllinn var að venju borinn fram með soðnum gulrófum og kartöflum. Þá var einnig borið fram hangikjöt með hefðbundnu meðlæti.
Yfir borðhaldi sagði Þórir N. Kjartansson nokkrar fýlasögur úr Mýrdal, meðal annars að eitt metárið hefðu veiðst um sjö þúsund fýlar í Hjörleifshöfða.
Að loknu borðhaldi sté hljómsveitini Tónabræður á stokk og lék fyrir dansi og svo tók við hljómsveitin Granít sem líka er úr Víkinni.

Tókst þessi samkoma með miklum ágætum og var dansað og djammað fram eftir nóttu.

Fleirri myndir eru komnar inn á myndasíðu félagsins.
thumb_inga_jna_sigfsdttir_og_rsa_haraldsdttir_bjstra_vi_flinn_2008img_4683aimg_4715aimg_4720a