Skip to main content

Myndakvöld 17. nóv

Myndakvöld verður föstudagskvöldið 17. nóv. kl. 20:00 í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14, 108 Reykjavík.

Sýndar verða lifandi myndir.

Fyrst eru það sjónvarpsþáttur sem Magnús Bjarnfreðsson gerði um Öræfin 1966 (eða 1967).  Ferðast er um Öræfin og menn teknir  tali og endað á Núpstað og rætt við Hannes.  Sýndar ferðir á rútum og vatnadreka yfir vötnin á Skeiðarársandi og ýmislegt fleira.

Síðan verður mynd sem Þórir Kjartansson í Vík hefur gert um Kötlu frá landnámi til 1918, hún er núna sýnd töluvert endurbætt frá fyrri sýningu.  Síðan er mynd úr Grafarétt frá 1966 (eða 1967) sem Ísleifur Guðmannsson tók.  Og í lokin er mynd frá balli í Leikskálum þar sem Tónabræður spila. 

Frítt inn og kaffi í hléinu.