Skip to main content

Aðventustund hjá Skaffellingafélaginu.

 

 Sunnudaginn 9. desember hélt Skaffellingafélagið sína árlegu aðventustund í Skaftfellingabúð.  Aðsóknin var mjög góð, eitthvað yfir hundrað manns.  

Fyrst söng kór Skaffellingafélagsins en nýr stjórandi hefur tekið við honum, Friðrik Vignir Stefánsson.  Síðan söng Jóna Gísladóttir einsöng.   Gunnþór Gunnardóttir frá Hnappavöllum las upp úr ný útgefinni bók, Sótt fram sem Sigurður Björnsson frá Kvískerjum hefur ritað um sögu sýslunefndar Austur Skaftafellssýslu og Öræfin.  Síðan var sungið og gengið í kringum jólatré við undirleik Kristins Kjartansson úr Mýrdal sem spilaði á harmoniku og kom skeggjaður náungi ofan úr fjöllunum í heimsókn. .  Með þessu gæddu menn sér á kaffi og meðlæti sem kórinn lagði til.  Þótt þessi samkoma takast með miklum ágætum.  img_1947b