Skip to main content

Málþing og myndasýning um Skaftafell

heidmork-10a Málþing um skógræktarreit Skaftfellingafélagsins í Heiðmörk var haldinn í gamla bænum að Elliðavatni, fimmtudaginn 17. apríl, kl. 20.  Þar fór Skúli Oddsson yfir sögu reitsins sem nær aftur til 1950.  Siðan fór Kristján Bjarnason stafsmaður Skógræktarinnar yfir sögu staðarins og Heiðmerkur frá dögum Þorsteinss Ingólfssonar (sonar Ingólfs Arnarsonar) til vorra daga, til dæmis var þessi fundir haldinn í húsi sem Benedikt Sveinsson faðir Einars Benediktssonar lét gera og síðar meir eignaðist Einar staðinn.  1936 var byrjað að ræða um að gera Heiðmörk að því útvistar svæði fyrir almenning sem það er orðið í dag.  Síðan kom Kristján með tillögur að göngustígum og annarri aðstöðu sem hann leggur til að ráðast verði í á komandi árum og var umræða um þessi mál.  Að lokum var sýndar nokkrar myndir frá upphafsárum reitsins hjá Skaftfellingum. 

 

 

 

heimdmork-skaft2 

Þetta er kort sem sýnir leiðina að reitnum og að Elliðavatnsbænum.  Leiðin frá þjóðveginum sem er styðst að reitnum er búið að loka með hliði en frá því er c.a. 10 mín gangur að reitnum. 

 

 

 

 

Hérna eru tvær myndir úr Skaftafelli í Heiðmörk sem Guðjón Jónsson tók. heidmorkgj-15heidmork-02b