Skip to main content

Sveppagangan

Sveppagangan um Heiðmerkurreitinn tókst með miklum ágætum. Um 25 manns mættu og hlýddu á Bjarna Diðrik fara yfir helstu einkenni sveppa og hvernig hægt er að þekkja þá. Í reitnum fannst töluvert af sveppum og flestir fengu eitthvað í körfur sínar.
Hér á landi er talið öruggt að borða pípusveppi, en til eru 14 tegundir af þeim og allar ætar, ein þó töluvert sterk og hentar helst sem krydd. Reyndar er hætta á að eitthvað af því sem Bjarni sagði á þessum tveimur tímum sitji ekki alveg kýr skýrt eftir í höfði Skaftfellinganna, en það má hugga sig við það að vænatleg er bók um sveppi frá Bjarna innan fárra ára.

Þeir sem hafa áhuga á því að fræðast um sveppi geta séð áhugaverð viðtöl við Bjarna á sjónvarpstöðinni ÍNN 18. og 24. ágúst í þættinum Græðlingar.  Hér er fyrri þátturinn og hér seinni þátturinn.

img_4253x.jpgimg_4255y.jpgimg_4258x.jpg

img_8136x.jpgimg_8138x.jpgimg_8140x.jpg

img_8151x.jpgimg_8156x.jpg