Skip to main content

Göngustígagerð í Heiðmörk.

Aðalsteinn Sigurgeirson frá Þórisholti og vaskur hópur Öræfinga mætti upp í Heiðmörk laugardagsmorguninn 12. september og dreifði kurli í stíga. Kurli var keyrt í stíga út frá bílastæðinu og eru komnar hringleiðir sem gaman er að ganga. Þá var einnig byrjað á stígum sem koma til með að enda við Hólmsborgina. Ekki náðist alveg að klára kurlið og eru áhugasamir eindregið hvattir til að renna uppeftir og dreifa því sem eftir er. Þetta er hin besta líkamsrækt. Að dreifingu lokinni voru grillaðar pylsur og sveppir, en nú er mikið af fínum sveppum í reitnum og kemur að góðum notum að hafa farið í sveppagönguna með Bjarna Diðrik í byrjun mánaðarins, sjá frétt um það.
Á næstu dögum hyggst Aðalsteinn hefjast handa við grillhleðslu á flötinni fínu.

img_4281a.jpgimg_4308a.jpgimg_4286a.jpg

img_4288a.jpgimg_4297a.jpgimg_4314a.jpg

img_4317a.jpgimg_4293a.jpg