Skip to main content

Hagyrðingakvöld

Hefð er að skapast fyrir hagyrðingamóti í félagsstarfi Skaftfellingafélagsins annað hvert ár, sem hefur þótt hin mesta skemmtun.
Þá hafa verið leidd saman tveggja manna lið úr hvorri sýslu.
 
Föstudaginn 21. nóvember, kl. 20 verður blásið til leiks að nýju þar sem koma saman systurnar frá Ljótarstöðum, þær Fanney Ásgeirsdóttir og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir fyrir Vestur- Skaftafellssýslu og Halldór Þorsteinsson frá Svínafelli í Öræfum og Kristín Jónsdóttir á Hlíð fyrir Austur-Skaftafellssýslu.
 
Kvöldið verður frekar auglýst á heimasíðunni skaft.is og á facebook þegar nær dregur. Að loknum kveðskap verður stiginn dans undir harmonikkuleik.
Stjórnandi er Skúli Oddsson frá Mörtungu.  Aðgangseyrir er kr. 2.000