Skip to main content

Gönguferð um Brunasand

Skaftáreldar breyttu Brunasandi úr eyðisandi í gróna sveit. Helgina 21-22.júni verður gönguferð um Brunasand og tengist hún útgáfu Dynskóga á næsta ári, sem mun fjalla um þessar breytingar og náttúrufar og mannlíf á Brunasandi. Fararstjórar og leiðsögumenn verða: Jón Hjartarson sagnfræðingur, Bergrún Óladóttir jarðfræðingur, Edda Sigurdís Oddsdóttir líffræðingur, Helgi Björnsson jöklafræðingur, Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur, Júlíana Magnúsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Ólafsdóttir landfræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur. Þátttakendur nota eigin bíl og  útvega sér sjálfir gistingu í og við Kirkjubæjarklaustur. Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Ferðafélags Íslands.

Skaftfellingafélagið & Ferðafélag Íslands