i_joklanna_skjoli2.jpgKvikmyndasjóður Skaftfellinga gefur út Í jöklanna skjóli á DVD Þeir sem vilja fá eintak senda póst á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvikmyndasjóður Skaftfellinga lét á árunum 1952-1958 gera kvikmyndir í Skaftafellssýslum sem fjalla um horfna atvinnu-, menningar- og lifnaðarhætti auk kynningar á byggðarlögum og landslagi í sýslunum. Myndirnar greina m.a. frá meltekju og kolagerð, sem eru með öllu horfnir atvinnuhættir, um fýlatekju, fiskveiðar í sjó og vötnum, samgöngur á sjó, í lofti og á landi, bústörf fyrir daga vélvæðingar og kvöldvökuna sem kölluð hefur verið eins konar háskóli landsins.

Myndirnar tóku Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari og Ósvaldur Knudsen kvikmyndagerðarmaður. Þær eru 9 að tölu og eru frá 10 til 36 mínútur að lengd. Myndirnar eru með íslensku tali sem er flutt og samið af Jóni Aðalsteini Jónssyni, cand. mag.

Kvikmyndasjóðurinn hefur nú gefið þessar myndir út á geisladiskum. Þeir eru tveir í setti. Bætt hefur verið bæði íslenskum og enskum texta inn á myndirnar. Diskunum fylgir allítarlegur kynningarbæklingur.

uppskipun.jpgMyndirnar eru:

Kvöldvaka (10,55 mín.)
Kolagerð (15,16 mín.)
Meltekja (9,41 mín.)
Fýlatekja (9,43 mín.)
Aflabrögð: Veiði í sjó og vötnum (14,22 mín.)
Samgöngur: Flutningar á sjó (17,00 mín.)
Samgöngur: Flutningar á landi og í lofti(17,36 mín.)
Gegningar og mjólkurvinnsla (11,56 mín.)
Úr Mýrdal í Lón (35,52 mín.)
Diskarnir eru til sölu á Menningarmiðstöð Hornafjarðar.