Skip to main content

Skaftfellingamessa og spurningakeppni

Sunnudaginn 23. mars kl. 14, verður árviss Skaftfellingamessa haldin í Breiðholtskirkju. Prestar Breiðholtskirkju, þau sr. Gísli Jónasson og sr. Bryndís Malla Elídóttir þjóna fyrir altari, en auk þess eru  prestarnir sr. Ingólfur Hartvigsson og sr. Haraldur M. Kristjánsson og kirkjukórar úr Vestur-Skaftafellssýslu boðaðir til messunnar. Kórarnir leiða saman messusöng undir stjórn organistanna og kórstjóranna Friðriks Vignis Stefánssonar, Kára Gestssonar í Vík og Brians Rogers Haroldssonar á Kirkjubæjarklaustri. Söngfélag Skaftfellinga selur kaffi að messu lokinni í safnaðarheimili kirkjunnar.
 
Spurningakeppni átthagafélaganna 
Átta liða úrslit fara fram þann 27. mars og verður þar um útsláttarkeppni að ræða þar sem þau fjögur lið sem sigra sínar keppnir komast áfram í undandúrslit. Dregið var í átta liða úrslit og verða viðureignirnar eftirfarandi:

Félag Djúpmanna - Siglfirðingafélagið
Átthagafélag Strandamanna - Húnvetningafélagið
Skaftfellingafélagið - Norðfirðingafélagið
Breiðfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna