Skip to main content

Afmælistónleikar Söngfélags Skaftfellinga

Vel heppnaðir afmælistónleikar Söngfélags Skaftfellinga 

Söngfélag Skaftfellinga heldur um þessar mundir upp á fjörutíu ára starfsafmæli sitt, en það var stofnað 25. mars 1973 og hefur starfað óslitið síðan. Fimmtudaginn 4. apríl voru haldnir afmælistónleikar í Seltjarnarneskirkju þar sem sungin voru ýmis lög frá nýliðnum árum, auk Skaftárþings sem er einkennislag kórsins. Tónleikarnir voru vel sóttir, nær 100 gestir áttu góða kvöldstund í kirkjunni og gerðu góðan róm af. Jóna G. Kolbrúnardóttir tvítugur sópran söng einsöng, en hún var kórfélagi í einn vetur þegar hún var 11 ára og hefur nokkur undanfarin ár sungið einsöng á vortónleikum Söngfélagsins. Með kórnum léku þeir Jón Rafnsson á kontrabassa, Matthías Stefánsson á fiðlu og Vignir Þór Stefánsson á píanó. Kórstjóri er Friðrik Vignir Stefánsson sem hefur stjórnað kórnum undanfarin 6 ár. 
Fjörutíu og einn söngfélagi sótti æfingar í vetur, en margir þeirra hafa verið viðloðandi starfið árum saman, en alltaf á sér stað ákveðin endurnýjun. Alls hafa fjórir núverandi söngfélagar sungið með kórnum frá stofnun hans, en það eru þau Einar Brynjólfsson, Páll Jóhannesson og systurnar Bjarndís og Valgerður Sumarliðadætur. 
Alls hafa fjórir kórstjórar starfað með kórnum frá upphafi, þ.e. auk Friðriks þau Violeta S. Smid, Þorvaldur Björnsson og Jón Ísleifsson sem var fyrsti stjórnandinn. 
Kórinn mun á næstunni taka upp geisladisk með fjölbreyttu lagavali frá liðnum árum. 
Myndir frá tónleikunum eru komnar hér.