Skip to main content

Sumarskálm 2010

Dagana 18.-20. júní 2010 stendur fyrir dyrum árleg sumarganga Skálmar.
Er þetta níunda sumarið sem haldið er á vit ævintýranna og hafa stífar vetrar- og voræfingar skilað flestum sprækum og sprellfjörugum út í sumarið. Að þessu sinni verður gengið um Út-Síðu og hafst við á sveitarsetrinu Skál. Bærinn í Skál stóð fyrir Skaftárelda niðri á sléttlendinu, en hraunflóðið brenndi hann upp ásamt kirkjunni. Þar var kirkja frá fornu fari og helguð heilögum Nikulási í kaþólskum sið. Höfðingjasetur var í Skál til forna og stórbýli.
Fyrri daginn verður gengið frá Skaftárdal að Skál og þann seinni verður gengið upp Skálarheiðina, inn að Hervaðarstöðum, Helgadal og Holtsdal. Gert er ráð fyrir um 8 tíma göngu hvorn dag. Að venju er mjög góð þátttaka í sumargönguna. Áhugasamir geta þó enn slegist í hópinn og er bent á að leita sér nánari upplýsinga hjá  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.r.
Fararstjóri er Eiríkur Jónsson á Skaftárdal.