skaft-messa-03Sunnudaginn 9. mars var haldin Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju, en þar þjóna Sr. Bryndís Malla Elídóttir sem áður þjónaði á Klaustri og Sr. Gísla Jónasson prófastur sem áður þjónaði í Vík. Að austan kom sr. Haraldur M. Kristjánsson prófastur og sóknarprestur í Vík og Sr. Ingólfur Hartvigsson á Klaustri ásamt kirkjukórunum í Vestur-Skaftafellssýslu. Einnig tók þátt í athöfninni Sr. Sigurjón Einarsson fyrrum prófastur og prestur á Klaustri og Sr. Hjörtur Hjartatarson fyrrum prestur að Ásum. Um söng sá síðan kór Breiðholtskirkju, kirkjukórar í Vestur-Skaftafellssýslu og Söngfélag Skaftfellinga. Að lokinn messu bauð Söngfélag Skaftfellinga upp á kaffihlaðborð og söng nokkur lög undir stjórn og spilamennsku Friðriks Vignis Stefánssonar en vortónleikar kórsins verða 1. maí í Seltjarnarneskirkju. Um 240-250 manns voru í messunni og um 200 manns í kaffinu á eftir.

Fleiri myndir er að finna í myndasafni.