Skip to main content

Vorferð 25. maí

Skaftfellingafélagið efnir til vorferðar austur í hina viðkunnanlegu Vestur-Skaftafellssýslu laugardaginn 25. maí.

Brot af eystri sýslunni verður í besta falli sjáanlegt tilsýndar því endastöð ferðarinnar er sveitin Brunasandur sem á sér merka og forvitnilega sögu. Þeirri sögu eru hjónin og vísindafólkið Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson sem eiga aðsetur í Hruna, reiðubúin að lýsa fyrir okkur.

Nokkur herbergi eru laus þessa nótt, 25. – 26. maí,  á Hótel Laka í Landbroti en við þurfum að fá sem fyrst að vita um væntanlega þátttöku til að geta haldið þeim.

Farið verður á einkabílum og reikna með að menn sameinast eins og hægt er. 

Pantanir berist til Gunnþóru Gunnarsdóttur á netfangið gunnthorag (hja) internet.is eða í síma 892 5415

Aðalfundur - 9. maí 2023

Aðalfundur Skaftfellingafélagsins haldinn
þriðjudagskvöldið 9. maí 2023, kl. 20:00, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá (áætluð)

1) Fundur settur
2) Kosning starfsmanna fundarins
3) Skýrsla stjórnar
4) Reikningar félagsins
5) Skýrsla og reikningar Kvikmyndasjóðs
6) Skýrsla Söngfélags Skaftfellinga
7) Lagabreytingar
8) Húsnæðismál og framtíð félagsins
9) Stjórnarkjör
10) Önnur mál

Vortónleikar- og kaffi - 29. apríl

Vorkaffi 2023

 

Aflýsing samkoma

Ágætu Skaftfellingar, þá er sýnt að ekki verður af samkomum á vegum félagsins þetta vorið vegna blessaðrar veirunnar, þannig að ekkert verður af vortónleikum Söngfélagsins og tilheyrandi vorkaffis og síðan frestast aðalfundur félagsins til hausts.

         Sumarkveðjur frá Skaftfellingafélaginu.

Skaftafell 2020

Skaftfellingafélagið 80 ára

Skaftfellingafélagið í Reykjavík var stofnað 21. mars 1940 og er því orðið 80 ára.

Skaftfellingamessa og afmæliskaffi – Frestun

Áætluð Skaftfellingamessa og afmæliskaffi sem áætlað var 22. mars, en félagið verður 80 ára 21. mars, verður frestað til hausts vegna veiruástandsins.