Skip to main content

Myndakvöld

Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20 verður haldin myndasýning í Skaftfellingabúð. Þar verður frumsýnd kvikmynd um selveiðar Fljótshverfinga, tekin af Þrándi Thoroddsen og Jóni Hermannssyni upp úr 1970. Að því búnu verður sýnd upptaka Heiðars Jakobssonar frá 1988 úr sláturhúsinu á Fagurhólsmýri. Eftir hlé sýnir Vigfús G. Gíslason myndir úr gönguferð sinni “Í fótspor forferðranna” um forna götu frá Eyrarbakka austur í Skaftártungu sl. sumar, en hann hefur verið að segja frá þeirri ferð í útvarpinu á Rás 1 milli 9 og 10 á laugardagsmorgnum í þættinum "Út um græna grundu", fyrsti þáttur var 9. janúar, sá þáttur er hér , annar þáttur hér , þriðji hér , sá fjórði hér  og sá fimmti .  Þættirnir eru endurfluttir á miðvikudögum kl. 21:10. 

Hér er svo frásögn Vigfúsar í Mogganum  í sumar. 

vigfus-01.jpg