Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Gönguferðin í Skaftafellsfjöll tókst með eindæmum vel.  Um 20 manns lögðu upp frá Skaftafellsbrekkum um 09:00 á laugardagsmorgun, 15. ágúst og fyrsti áfangi var inn í Bæjarstaðaskóg.  Síðan var haldið upp Bláhnjúkadal og upp á Eggjarnar þar sem sést yfir í Norðurdal en þar eru jökullón og sést yfir Skeiðarárjökul og yfir í Grænalón.  Síðan var gengið austur á Kjósareggjar en þar sést vel yfir Kjósina, sem er útsýni sem er ekki hægt að lýsa.  Eftir að fólk hafði dásamað þá sjón var gegnið til baka og fram á Blátind en þaðan sést yfir allan vestri hluta Skaftafellsfjallana svo sem Bláhnjúkadal, Langagil, Litla-Bláhnjúk, Jökulfell, Færnestinda, Færneseggjar, Skeiðarárjökul og fleira.  Hluti Litla-Hofs göngugarpana gekk síðan austur Eggjarnar og niður Austurdal með Réttargili en restin af hópnum gekk niður Bláhnjúkadal sömu leið og þau gengu upp.  Göngufólkið komið í bílana um kl. 19:00 eftir nokkuð stranga en skemmtilega (25 – 30 km) göngu.  Veðrið var einsog best verður á kosið.
Hér er nokkrar myndir en fleiri myndir verða settar inn á myndasafnið síðar en örlítil tæknileg vandamál eru við það eins og stendur. 
img_3877a.jpg
 img_3720a.jpgimg_3888a.jpg

img_3958a.jpgimg_3961a.jpgimg_1172a.jpg

img_1219a.jpgimg_1247a.jpg

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar