Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Skálmarar hafa mörg undanfarin ár skipulagt svokallað Sumarskálm þar sem oftast hefur verið gengið á heimaslóðum í Skaftafellssýslum, en einnig víða annars staðar. Nú var ákveðið að ganga nokkrar dagleiðir í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og Lilja Magnúsdóttir sá um skipu¬lag og leiðsögn, en hún hefur undanfarin ár búið á Klaustri og einnig tekið saman rit með gönguleiðum þar í kring. Fyrir valinu urðu þrjár skemmtilegar gönguleiðir og var ágætis veður alla dagana. Fyrsta daginn var gengið frá hlaðinu á Hunkubökkum upp á Hunkubakkaheiðina og síðan eftir stikaðri leið í átt að Klaustri, með góðu útsýni yfir Hólm, Eldmessutanga, Systra¬stapa og allt Eldhraunið. Þvínæst var gengið inn Klausturheiðina að fallegum fossum og flúð¬um í ánni Stjórn og inn að eyðibýlum á heiðinni, en þar var búið langt fram á síðustu öld. Komið var niður hjá Kleifum, gengið að Stjórnarfossi, en 14 km dagsgöngu lauk við Systrafoss.

Á öðrum degi var ekið inn á veginn í átt að Laka og bílum lagt rétt fyrir innan Rauðhól við gamlan línu-veg. Gengið var á Rauðhól sem varð til í sprengi-gosi. Þaðan lá leiðin að eyðibýlinu Hervar¬arstöð¬um sem var eitt heiðarbýlanna og fór í eyði 1916, en rústir bæjarins sjást mjög greinilega. Það er sér¬stakt að ímynda sér að þarna hafi verið byggð fyrir tæpri öld. Frá eyði¬byggðum í heiðinni var gengið með Holtsánni niður í Holtsdal þar sem áin var all¬oft vaðin. Í Holtsdal er skógrækt og afar friðsælt. Gengið fram hjá tveimur sumar¬bústöðum, en 18 km göngu um heiðarlöndin lauk á hlaðinu í Holti.

Laugardaginn 20. júní var ekið út Eldhraunið að bænum Botnum í Meðallandi þaðan sem lagt var upp síðasta göngudaginn. Gönguleiðin liggur meðfram Eldhrauninu eftir vegaslóðum og fram hjá óteljandi uppsprettulindum sem streyma undan hrauninu og renna þaðan út í Eldvatnið. Það er tilkomumikið að kynnast Eldhrauninu og Eldvatninu á þessari 15 km göngu og skynja umfang þessa gríðarmikla hrauns. Áhugavert er að sjá hversu gróið hraunið er á þessum slóðum og fjölbreytni flóru og fuglalífs í návist þess og uppsprettanna. Þennan dag var kjörið að rifja upp sögu Skaftáreldanna 1783 og hversu gríðarleg áhrif eldarnir höfðu á náttúrufar og byggð á svæðinu. Einnig áhrif Móðuharðindanna á íslenskt samfélag og nágrannalöndin, en víða í Evrópu varð uppskerubrestur því þar kólnaði í veðri vegna Skaftáreldanna.

Steinunn, Sveinn, Jóna Lísa, Elín, Lauga og Guðni þakka Lilju einstaklega góða og fræðandi daga.

Skalm 2015 01a Skalm 2015 02a  Skalm 2015 03a

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar