Skaftfellingafélagið í Reykjavík

Enn fylltu Skaftfellingar sal Breiðfirðinga þegar efnt var til aðventuhátíðar þar síðasta sunnudag, 9. desember. Jólatréð stóð fagurlega skreytt í salnum og Hulda húsvörður hafði dúkað borð fyrir 130 til 140 manns. Það dugði þó ekki til og á endanum voru öll tiltæk húsgögn komin í notkun. Kórfélagar komu með föngin full af dýrindis brauði, kexi, salötum og kökum af öllum gerðum og félagið lagði einnig fram veitingar, bæði í föstu og fljótandi formi. 

Samkoman hófst klukkan 14 með ávarpi formanns og að því loknu söng hinn ágæti Skaftfellingakór allnokkur lög undir stjórn Friðriks Vignis. Síðan var gestum beitt á svignandi hlaðborðið og veisluföngunum gerð góð skil.
Þegar börnin höfðu satt sárasta hungrið röðuðu þau sér, ásamt nokkrum foreldrum, frænkum og ömmum í tvöfalda röð umhverfis jólatréð og brátt ómaði salurinn af söng sem Helena Marta Stefánsdóttir leiddi af öryggi og gleði við undirspil Stefáns Bjarnasonar á harmóníku og séra Einars Jónssonar á píanó.
Heldur voru jólasveinarnir seinni til byggða en búist hafði verið við en skiluðu sér á endanum og höfðu augljóslega komið við í reykkofa á leiðinni. Þeir voru líka með glaðning handa börnunum og dönsuðu með þeim og sungu um stund.

 

Heimilsfang

Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.

Póst til Skaftfellingafélagsins, Söngfélags og Kvikmyndasjóðs skal senda á:

Pósthólf 9105

129.Reykjavík

Auglýsingar

heidmork

 

songfelagid

 

skalm

 

kvikmyndaklubbur

 

ftspor fors

 dynskogar