Skip to main content

Myndakvöld 9. mars

Fimmtudagskvöldið 9. mars munu Páll Imsland jarðfræðingur og Lilja Magnúsdóttir íslenskufræðingur og kennari sína myndir í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.  

Myndsýning Páls kallast; Náttúran, stór og smá - litir, ljós og líf. 

Myndasýning Lilju kallast; Sögur og myndir úr Eldsveitunum.

Lilja segir frá efni af vefnum Eldsveitir.is og sýnir myndir úr safninu Myndspor.  Sögur af lífinu á Klaustri, göldróttum presti á Hörgslandi, sjóblautum draugum í Meðallandi, björgun strandmanna, grasakonu á Kálfafellskoti, listamönnum og  náttúruhamförum. Einnig sagt frá og sýndar ljósmyndir úr ferð um Fjallabakleið fyrir 90 árum þar sem Munda frænka er ein kvennanna.

GR01

Skaftfellingamessa verður 26. mars.

Svo verður dansleikur með Grétari Örvars 31. mars.  Munið eftir að taka kvöldið frá.